Íris Rós Söring

Varan er í einkaeigu

IMG_2590

Mig langaði að sýna ykkur þennan litla mola sem ég fékk í jólagjöf frá ömmu minni og afa um jólin. Molinn er í rauninni bjalla en ég kýs að kalla hann mola því mér finnst þetta vera svo brjálæðislega krúttlegur kall og nafnið því vel við hæfi. Bjallan er eftir Íris Rós Söring en hún er keramik listakona sem er með vinnustofu að Álfhólsvegi 125 í Kópavogi. Ég skrapp með fjölskyldu minni á síðastliðna ljósanótt og við stoppuðum einmitt á sýningunni hjá Írisi og skoðuðum verkin hennar. Ég heillaðist alveg upp úr skónum af öllum litlu körlunum hennar sem voru á víð og dreif um sýningarsalinn en mig langar alveg ofboðslega mikið í nokkra svoleiðis til að láta sitja á hillunni heima hjá mér. Þið getið séð nákvæmlega hversu krúttlegir og smart þeir eru HÉR. Það er alltaf gaman að hampa íslenskum listamönnum og hún Íris á það svo sannarlega skilið enda ótrúlega falleg og skemmtileg verkin hennar.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Varan er í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts