Dásamlegar karöflur

Færslan er ekki kostuð

12180804_10207964351046191_1292570133_o

Mig langaði að sýna ykkur þessar líka fínu karöflur sem ég keypti í Ikea um daginn. Ég keypti þær fyrir nokkrum vikum síðan og ætlaði að sýna ykkur þær því mér fannst þær svo sætar… en ég gleymdi því… að sjálfsögðu. Ég rakst á karöflurnar í ósköp saklausum hilluleiðangri og fékk um leið alveg massífan valkvíða um hvaða lit ég ætti að velja mér því að sjálfsögðu varð ég að eignast eins og eitt stykki. Helst vildi ég samt eiga alla litina en satt best að segja hafa fáir (og þá allra síst ég) eitthvað að gera við fjórar eða fimm karöflur svo ég lét tvær duga. Þá get ég boðið upp á vatn í einni og djús í hinni eins og sambýlismaður minn benti svo réttilega á til að sannfæra mig um að það væri í lagi að kaupa tvær fyrst ég gat ekki valið á milli (enda kostar stykkið einungis rúmlega 1500 kall). Um leið og ég sá þær minntu þær mig pínu á Iitttala Kartio karöflurnar og þá sérstaklega þessi brúna sem er nánast nákvæmlega eins á litinn og nýji Desert liturinn frá Iittala. Þær eru því eins og Kartio karöflur sem hafa bætt smá á sig um mittið. Ekkert að því!

12177336_10207964351126193_524193771_o

Karöflurnar eru handgerðar og því þurfti ég að skoða þær vel og velja þær réttu áður en ég keypti þar sem að nokkrar loftbólur leyndust í sumum og ég er með of mikla fullkomnunaráráttu til að kaupa gler með loftbólum í… skrítið? Kannski smá :)

Ég hef notað þær einu sinni og er vandræðalega sátt með þær. Helst þarf ég að halda annað kaffiboð bráðum bara svo ég geti notað þær aftur sem allra fyrst!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts