Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd… eða það myndi allavega daninn segja. Sumir myndu bara segja að þetta væri glorified opin samloka, en ekki ég… ó nei ekki ég… eða þú veist…!
Hellernes smörrebrod á Torvehallerne matarmarkaðinu í Kaupmannahöfn er hrikalega gott smörrbröd þar sem bæði er hægt að fá klassísk dönsk smurbrauð ásamt aðeins frumlegri gerðum. Mitt uppáhalds er til dæmis kjúklingurinn með karrímajó og nóg af beikoni (já það er hægt að biðja um extra beikon!).
Það er ótrúlega skemmtilegt að rölta um Torvehallerne ef þið hafið ekki komið þangað áður en þegar þið komið þangað fáið þið alvöru útlandastemningu beint í æð. Markaðurinn er líka staðsettur alveg við Nørreport sem er ein helsta lestarstöðin, svo það er mjög auðvelt að komast þangað. Mæli með!
Kíktu á fleiri færslur um kóngsins Köben: Royal Copenhagen Outlet – Uppáhalds brunchinn í Köben.
Fylgstu með lífinu í Köben á Instagraminu mínu