New York New York

Í gærmorgun kom ég heim eftir 5 daga dvöl í yndislegu New York. Borgin er vægast sagt jólaleg svona í desember og að rölta niður 5th avenue eftir að myrkva tekur er eiginlega engu líkt! Heilu húsin eru eins og klippt út úr bíómynd og ljósasýningin utan á Saks húsinu er ótrúleg (reynið að finna það á youtube því sýningin er klikkuð). Ég kom sjálfri mér svolítið á óvart en ég verslaði eiginlega meira af nammi en nokkru öðru. Það ætti svo sem ekki að koma mér á óvart miðað við hvað ég er mikill nammigrís en það gerði það samt. Ég kom reyndar heim með slatta af snyrtivörum líka til að vera alveg hreinskilin og ætli ég skelli ekki bara í eitt langt „haul“ myndband til að sýna ykkur þær helstu. Skemmtilegasta í ferðinni var þó félagskapurinn frá ferðafélögunum og að rölta um hjá Freedom Tower og í Central Park var æðislegt, mæli með því ef þið eruð að fara til New York. Fyndnasta atvikið í ferðinni held ég samt að hafi verið í Best Buy þegar að afgreiðslukonan fór að tala við mig á spænsku í svona mínútu áður en við gátum gripið inn í og leiðrétt hana að við töluðum ekki stakt orð í spænsku. Hún afsakaði sig og sagði að ég liti út fyrir að vera spænsk – fyrsta skipti sem ég heyri það á ævinni enda ljóshærð með blá augu og hvít eins og draugur! Þið getið svo séð bónorð í beinni á einni myndinni hér af skautasvellinu og jólatrénu hjá Rockefeller Center en það er víst hægt að leigja skautasvellið í nokkrar mínútur til að fara niður á annað kné. Þá er svellið tæmt en það kostar víst dágóða summu og mannfjöldinn sem fylgist með er ekki lítill. Ég sá svo þegar ég kom upp á hótel snapp frá Mario förðunarfræðingi Kim Kardashian að hann hafi verið þarna hjá svellinu á sama tíma og ég, frekar fúlt að hitta ekki á hann! Ég verð nú samt að segja að ég væri alveg til í að vera lengur úti í logni og 10 stiga hita þegar spáð er ofsaveðri fyrsta heila daginn sem maður er heima. En þá kveikir maður bara á kerti, setur jólamynd í tækið og kúrar undir teppi með heitt kakó. Er það ekki ágætt plan? :)

 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

2 Comments

  1. Avatar
    Heiðrún
    08/12/2015 / 17:42

    Þetta var svo skemmtileg ferð! Ég er strax komin með New York fráhvarfseinkenni!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts