Hvað er hægt að gera á Krít: Ferðablogg

Rannveig horfir yfir Chania á Krít

Þið sem eruð að fylgja mér á Instagram tókuð eflaust eftir því að ég varði páskafríinu mínu á Krít á Grikklandi í borginni Chania. Við áttum þar yndislega fimm daga þótt það hafi verið kaldara en ég bjóst við en það var víst óvenjukalt fyrir þennan árstíma. Ég var einhvern veginn búin að sjá Krít fyrir mér allt öðruvísi en við nutum góðs af því að ferðamannatímabilið var ekki hafið fyrir alvöru og því var ekki mikið af fólki. Við gátum því rölt um og kannað bæinn og eyjuna í rólegheitunum. Ég allavega mæli klárlega með heimsókn til Krítar fyrir þá sem langar að heimsækja Grikkland og því langaði mig að taka saman smá ferðablogg um Krít þar sem leynast vonandi ágæt ráð :)

Chania á Krít

Hliðargata í gamla bænum í Chania á Krít

Við gistum í borginni Chania á Krít en við vorum í um 26 mínútna labbfæri frá gamla bænum í Chania. Borgin Chania er ekkert brjálæðislega heillandi fyrr en maður kemst í gamla bæinn. Borgin sjálf er smá gamaldags og illa við haldin en gamli bærinn er hrein dásemd enda eyddum við öllum tímanum okkar þar

Gamli bærinn í Chania

Yfirsýn yfir gamla bæinn í Chania á Krít

Það er algjörlega hægt að gleyma sér í gamla bæ Chania á Krít. Gamli bærinn er brjálæðislega fallegur og þar er að finna nóg af skemmtilegum verslunum, skranbúðum, veitingastöðum, ísbúðum og kaffihúsum.

Rannveig stendur í snákabuxum með gamla bæ Chania í bakgrunn

Pálmar á viðarhurð á kirkju í gamla bæ Chania á Krít

Hliðargata í gamla bæ Chania á Krít

Í gamla bænum er að finna ótalmargar skemmtilegar hliðargötur og maður getur alveg gleymt sér þegar maður röltir þar um. Fallegir litir og alvöru grísk stemming.

Hvít bygging með bláum gluggum í Chania á Krít

Sítrónutré í Chania á Grikklandi

Magnús og hundur á göut í Chania á Krít

Það kom mér á óvart hversu mikið af hundum og köttum eru á vappi í Chania. Þessi hundur var eins gamall og þeir gerast held ég bara en bæði heimilisdýr og villidýr virðast vappa frjáls um götur bæjarins. Ég gerði til að mynda þau mistök að klappa ketti sem kom að mér og var að sækjast eftir klappi. Allt í einu vildi hann síðan fara að leika og ákvað þá að bíta mig sem var einstaklega skemmtilegt. Það endaði með því að afgreiðslustúlkan á hótelinu okkar þurfti að skulta mér lengst í burt frá hótelinu í apótek sem var opið og þar fékk ég stífkrampasprautu bara til að vera örugg. Talandi um góða þjónustu hjá Frida Apartments þar sem við gistum! Þannig að já… ekki klabba dýrunum bara til að sleppa við þetta vesen.

Vitinn í gamla bænum í Chania á Krít

Við eyddum öllum okkar kvöldum í gamla bæ Chania, löbbuðum og skoðuðum virkið, löbbuðum og skoðuðum vitann, könnuðum gamlar rústir, endalausar hliðagötur og okkur leiddist aldrei!

Elafonisi ströndin á Krít

Landakort af Krít

Við tókum þá skyndiákvörðun einn daginn að leigja bílaleigubíl og keyra að skoða Elafonisi ströndina hinumegin á eyjunni. Það kostaði okkur ekki nema 35 evrur að leigja bíl í einn dag og bensínið kostaði einhverjar 20 evrur sem var vel þess virði til að sjá þessa náttúrufegurð.

Hengirúm á stoppustöð á leiðinni til Elafonisi strandarinnar

Á leiðinni til Elafonisi þarf maður að keyra í gegnum stórfenglega fjallgarða og í gegnum lítil grísk þorp svo keyrslan ein og sér er þess virði að koma sér frá Chania. Maður fær eyjuna alveg beint í æð. Á leiðinni komum við auga á þennan litla stoppustað með hengirúmi og útsýni yfir ótrúlega falleg fjöll og falleg lítil grísk hús og kirkjur. 

Rannveig liggur í hengirúmi

Keyrslan til Elafonisi frá Chania er ekki nema tveir tímar en lítið stopp á þessum stað og lítil leggja í þessu hengirúmi er alveg vel þess virði.

Viðarskilti sem á stendur Elafonisi

Kaktusar þar sem búið er að skera brosandlit á

Hvítur og bleikur sandur og túrkisblár og kristaltær sjór! Elafonisi ströndin er hrein dásemd. Þar sem við vorum hérna í apríl var sjórinn ekki orðinn heitur svo það var ekki beint hægt að synda og kafa en mig langar að koma hingað aftur í meiri hita og þá myndi ég eyða öllum deginum í að snorkla!

Elafonisi ströndin á Krít

Elafonisi ströndin á Krít

Elafonisi ströndin á Krít

Kuðungar á Elafonisi ströndinni á Krít

Það er hægt að finna ótrúlega margar og fallegar skeljar á ströndinni og þá sérstaklega ef að sjórinn er heitur og það er hægt að kafa eftir þeim.

Kuðungur frá Elafonisi ströndinni

Kuðungar frá Elafonisi ströndinni

Ég fann til dæmis þessa tvo bara með því að horfa ofan í sjóinn svo það hljóta einhverjar dásemdir að leynast lengra úti en alveg við ströndina.

Klettar á Elafonisi ströndinni

Skugginn hennar Rannveigar í Elafonisi ströndinni

Magnús að synda í sjónum á Elafonisi

Sumir hættu sér þó út í kaldan sjóinn að synda…

Rannveig með Elafonisi lóni í bakgrunn

Skipulagðar ferðir til Elafonisi voru ekki byrjaðar þegar við vorum hérna svo það var ekki mikið af fólki á ströndinni þó það var að sjálfsögðu eitthvað. En ströndin er vinsæl svo á hápunkti ferðamannatímabilsins skuluð þið hafa í huga að sjórinn verður eflaust fullur af fólki og ströndin þéttsetin. Þrátt fyrir það tel ég að það sé alveg þess virði að kíkja hingað ef þið eruð á Krít. Virkilega falleg og skemmtileg strönd og lón.

Maturinn á Krít

Veitingahús á Chania á Krít

Í gamla bæ Chania á Krít er að finna fullt flottum veitingastöðum – þó sumir þeira séu að sjálfsögðu misgóðir. Við römbuðum til dæmis á einn sjávarréttarstað sem leit ekki vel út að utan en hann var með svo ferskan og góðan fisk að maturinn var alveg hreint dásamlegur. Ég fékk til dæmis nýveiddan grillaðan túnfisk með grískri dressingu og hann var æðislegur. Ef þið farið því á sjávarréttarstað spryjið þá hvort þeir séu með eitthvað nýveitt sem er ekki á matseðlinum.

Grískt Fava

Fyrst maður er á Grikklandi þá mæli ég með að nýta tækifærið og smakka sem mesta af grískum mat. Ostarnir eru æði, Moussaka klikkar ekki en hér á myndinni sjáið þið líka Fava sem er einskonar grískur hummus.

Magnús úti að borða í gamla bænum á Chania

Ítalskur veitingastaður á Krít

Seinasta kvöldið okkar römbuðum við þó á þennan ítalska stað á einhverri hliðargötunni og hann var æðislegur. Við sátum ein úti enda íslendingar sem nýta hvert tækifæri sem býðst til að sitja úti.

Nauta carpaccio og bruschetta á veitingastað í Chania á Krít

Maturinn var ágætur en andrúmsloftið og staðurinn einn og sér gerði það þess virði að stoppa hér og borða kvöldmat. Staðurinn heitir Veneto fyrir áhugasama.

Ís með gamla bæ Chania á Krít í bakgrunn

Að sjálfsögðu er síðan ekki hægt að sleppa því að fá sér ís þegar maður er á Grikklandi. Við sátum við höfnina seinsta daginn í gamla bæ Chania, borðuðum ís og horfðum á fiskana synda í tærum sjónum. Í gamla bænum er nóg af skemmtilegum ísbúðum með alvöru „Valdísar“ ís svo það ætti ekki að vera erfitt að næla sér í einn góðan slíkan.

Ég vona að einhverjir geta nýtt sér þessi ráð frá mér og ef þú ert með einhverjar spurningar um Krít eða Chania þá skaltu ekki hika við að spyrja mig í athugasemdunum hér fyrir neðan. Ef þig langar síðan að sjá fleiri myndir eða myndbönd frá ferðinni þá getur þú kíkt á Grikkland highlights á Instagraminu mínu :)

Skoða fleiri ferðablogg

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.