2   45
0   39
10   91
1   48
3   48
7   27
5   75
2   51
0   34
4   72

Brunch í Köben – Minn uppáhalds

Færslan er ekki kostuð

Ég elska að prófa nýja staði sem bjóða upp á brunch í Köben! Þeir eru ótal margir svo maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt en ef maður fer tvisvar á sama staðinn þá er nokkuð öruggt að manni finnst staðurinn æði, svo mikið er framboðið!

Hendi að hella vatni í glas úr grænni flösku á brunchstað í Köben

Mig langaði því að deila með þér nokkrum myndum sem ég smellti af í síðustu heimsókn minni á uppáhalds brunch staðinn minn í Köben þessa stundina, Sidecar.

Útsýni út um gluggann á brunchstað í Köben

Í fyrsta lagi þá er hægt að panta borð þar! Mér finnst ekkert leiðinlegra en að hanga á pökkuðum brunch stað að bíða eftir borði… nema kannski að þvo… og ryksuga. Við fórum til dæmis hingað á konudaginn síðasta og fengum sæti við þetta krúttlega litla borð beint á móti glugganum svo við horfðum út á götu á blíðviðrið fyrir utan.

Maður að skoða matseðil á Sidecar brunshstaðnum í Köben

Brunchinn virkar svolítið öðruvísi hér en á öðrum stöðum sem ég hef farið á í Köben. Maður getur valið úr einum af 4 mismunandi brunch-um, en þar getur maður fengið allt það sem manni finnst vera hluti af hinum hefðbundna brunch. Pönnukökur, egg, beikon og fleira gómsætt. Sá hluti brunchins er síðan borinn á borð fyrir mann en í miðjum salnum er síðan hlaðborð með allskonar kræsingum sem maður má fá sér eins mikið og maður vill af.

Hlaðborð af mat á brunch stað í Köben

Jógúrtskálar á hlaðburði í brunch í KöbenÞar er til dæmis að finna snittur, jógúrt, skyr, croissant, sætabrauð, salöt, osta, skinkur, ávexti og svo mætti lengi telja. Og maður má fá sér eins mikið og maður vill!

Diskar og skálar fullar af mat, eggjum, pönnukökum og snittum. Einnig er á borðinu djúsglas.

Yfirlitsmynd af diskum og skálum fullum af mat.

Djúsglas með glugga í bakgrun á brunchstað í Köben.

Brunchinn kostar líka ekki mikið fyrir allan þennan mat, en ég fæ mér Sidecar brunchinn og hann kostar einhverjar 159 DKK.

Diskur fullur af mat á brunchstað í Köben.

Rannveig sötrar djús úr glasi á brunch í Köben.

Svo ef þú átt leið til danaveldis þá get ég ekki mælt nógu mikið með Sidecar ef þig vantar stað til að fara í brunch í Köben.

Fylgja:
Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Royal Copenhagen Outlet
Nú grunar mig að margir Royal Copenhagen aðdáendur hoppi hæð sína þegar þeir lesa titilinn á þessari grein. Einn kostur við að búa í Kaupmannahöf...
Besti ísinn í Köben!
Ég smakkaði besta ísinn í bænum i gær en Heiðrún systir hefur verið í heimsókn í danaveldi þessa helgina. Það kom ekki annað til grei...
Tískuvikan í Köben
Eins og þið sem eruð með mig á Instagram (@rannveigbelle) vitið skrapp ég á tískuvikuna í Köben í síðustu viku. Ég var með story-ið hjá Belle I...
powered by RelatedPosts