0   47
0   44
3   56
2   46
8   72
4   52
2   53
8   82
4   49
2   56

Vínarfingur

Þessar smákökur eru mínar uppáhalds og hafa verið það frá því ég var lítil stelpa. Ef ég mætti bara velja eina smákökusort hver jól þá yrði þessi klárlega fyrir valinu. Það hefur samt alltaf verið óskrifuð regla í minni fjölskyldu að þessar smákökur eru “sparismákökur”, við borðum þær bara rétt fyrir jól þannig það má eiginlega segja að þegar við byrjum að gæða okkur á þeim, þá eru jólin að koma! Vona að þið njótið!

img_5227img_5251img_5256img_5262img_5273

Vínarfingur
Print
Vínarfingur
 1. 200 gr smjör-lint
 2. 50 gr flórsykur-sigtaður
 3. 15 gr maízenamjöl
 4. 200 gr hveiti
 5. 1 og ½ tsk lyftiduft
 6. 1 tsk vanilludropar
Krem á milli
 1. 75 gr smjör
 2. 1 egg
 3. 175 gr flórsykur
 4. ½ tsk vanilludropar
Súkkulaðihjúpur
 1. 150 gr hjúpsúkkulaði
Vínarfingur
 1. Smjöri og flórsykri er hrært saman
 2. Hrærið maízenamjöli saman við.
 3. Hrærið restinni af hráefnunum saman við blönduna, hveitinu, lyftiduftinu og vanilludropunum.
 4. Setjið deigið í sprautupoka (ég setti mitt deig í hakkavél, þess vegna eru þær svona þunnar eins og sést á myndinni, ég mæli samt frekar með sprautupokanum).
 5. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og sprautið deiginu úr sprautupokanum á pappírinn. Hafið kökurnar ca 4-6 cm á lengd.
 6. Bakið við 180°C í 15-20 mínútur, fylgist bara vel með kökunum í ofninum og að þær verði ekki of dökkar.
Krem á milli
 1. Allt hrært vel saman.
Súkkulaðihjúpur
 1. Súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði. Kökunum er dýft sitthvoru megin í súkkulaðið og liggja á smjörpappírnum á ofnplötunni þar til súkkulaðið harðnar.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Brúðkaupsfærslur
Fyrir þá sem ekki vita þá er ég að fara að gifta mig á næsta ári. Við hjónaleysin höfum verið saman í 6 ár+ og síðasta sumar skellti Magnús sér á...
Brunch í Köben - Minn uppáhalds
Ég elska að prófa nýja staði sem bjóða upp á brunch í Köben! Þeir eru ótal margir svo maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt en ef maður fer tvis...
Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
powered by RelatedPosts