4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Vínarfingur

Þessar smákökur eru mínar uppáhalds og hafa verið það frá því ég var lítil stelpa. Ef ég mætti bara velja eina smákökusort hver jól þá yrði þessi klárlega fyrir valinu. Það hefur samt alltaf verið óskrifuð regla í minni fjölskyldu að þessar smákökur eru „sparismákökur“, við borðum þær bara rétt fyrir jól þannig það má eiginlega segja að þegar við byrjum að gæða okkur á þeim, þá eru jólin að koma! Vona að þið njótið!

img_5227img_5251img_5256img_5262img_5273

Vínarfingur
Print
Vínarfingur
 1. 200 gr smjör-lint
 2. 50 gr flórsykur-sigtaður
 3. 15 gr maízenamjöl
 4. 200 gr hveiti
 5. 1 og ½ tsk lyftiduft
 6. 1 tsk vanilludropar
Krem á milli
 1. 75 gr smjör
 2. 1 egg
 3. 175 gr flórsykur
 4. ½ tsk vanilludropar
Súkkulaðihjúpur
 1. 150 gr hjúpsúkkulaði
Vínarfingur
 1. Smjöri og flórsykri er hrært saman
 2. Hrærið maízenamjöli saman við.
 3. Hrærið restinni af hráefnunum saman við blönduna, hveitinu, lyftiduftinu og vanilludropunum.
 4. Setjið deigið í sprautupoka (ég setti mitt deig í hakkavél, þess vegna eru þær svona þunnar eins og sést á myndinni, ég mæli samt frekar með sprautupokanum).
 5. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og sprautið deiginu úr sprautupokanum á pappírinn. Hafið kökurnar ca 4-6 cm á lengd.
 6. Bakið við 180°C í 15-20 mínútur, fylgist bara vel með kökunum í ofninum og að þær verði ekki of dökkar.
Krem á milli
 1. Allt hrært vel saman.
Súkkulaðihjúpur
 1. Súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði. Kökunum er dýft sitthvoru megin í súkkulaðið og liggja á smjörpappírnum á ofnplötunni þar til súkkulaðið harðnar.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smörrebröd í Kaupmannahöfn
Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd... eða það myndi allavega daninn se...
Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
powered by RelatedPosts