4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Tímon og Púmba frostpinnar

m5Qstv7

Nostalgía! Plís segið mér að ég sé ekki eina 90’s barnið sem man eftir þessum frostpinnum! Ég elskaði þessa þegar ég var yngri og þeir hafa af einhverri óskiljanlegri ástæðu verið fastir í huga mínum undanfarið þegar ég skyndilega mundi eftir þeim aftur. Að sjálfsögðu eru þeir ekki í sölu lengur en þeir voru í verslunum þegar að Tímon og Púmba voru rosalega vinsælir, með sína eigin teiknimynd og ég veit ekki hvað og hvað. Ég ákvað fyrst þeir fást ekki lengur í verslunum og ég er búin að vera með þá á heilanum því mig langar svo að smakka þá aftur að búa bara til mína eigin!

110

Þetta var svo útkoman! Þeir heppnuðust virkilega vel og eru ótrúlega góðir. Ég verð samt að taka fram að þessir frostpinnar eru líka mjög óhollir (eins og í rauninni allir frostpinnar) svo þeir eru þar af leiðandi ekkert sérstaklega barnvænir en fullkomnir fyrir okkur sem langar í smá nostalgíukast!

28

Það sem þið þurfið til að gera frostpinnana er:

1 bréf af tropical Kool-Aid (Fæst í Megastore)

1 bréf af appelsínu Kool-Aid (Fæst í Megastore)

Sykur

1 poki af hlaupböngsum (ég notaði bangsana frá Góu)

35

Bragðið á alvöru frostpinnunum var appelsínu og svo var efsti rauði parturinn með kirsuberjabragði. Ég fann ekki kirsuberja Kool-Aid nema bara rosalega stóran dúnk í Kosti sem ég tímdi ekki að kaupa svo ég keypti bara í staðin eitt bréf með tropical bragði í Megastore því það er smá kirsuberjabragð af því.

Ég byrjaði á því að blanda saman sykri, tropical Kool-Aid duftinu og vatni. Síðan hellti ég smá í botninn á frostpinnamótinu. Ég keypti þessi mót í Ikea en svo sá ég þegar ég var í Byko um daginn fullt af flottum frostpinnamótum sem ég hefði kannski frekar keypt hefði ég vitað af þeim :)

Eftir að ég var búin að hella rauða djúsnum í botninn setti ég mótin inn í frysti og beið þangað til vökvinn var orðinn gaddfreðinn. Þá blandaði ég appelsínu djúsinn alveg eins og ég hafði gert áður og hellti honum ofan í mótið. Passið ykkur hérna að fylla ekki mótið alveg upp í topp því við eigum eftir að bæta við gúmmiböngsunum.

Ég setti þetta inn í frysti og beið þangað til að appelsínudjúsinn var orðinn að krapi. Á meðan ég beið tók ég gúmmíbangsana og klippti þá niður í nokkra bita af mismunandi stærðum. Hugmyndin í Tímon og Púmba frostpinnunum var að hlaupið í þeim átti að vera eins og pöddur og þess vegna klippti ég bangsana niður svo þeir myndu líkjast „pöddum“.

Þegar að appelsínudjúsinn var orðinn að krapi bætti ég gúmmíböngsunum út í og hrærði vel. Ég bæti böngsunum út í núna því að ef ég myndi bæta þeim út í strax myndu þeir allir sökkva í botninn og þeir eiga að vera á víð og dreif um allan frostpinnann.

Setjið núna lokið á hvern frostpinna og stingið þeim aftur inn í fyrsti. Bíðið svo bara og njótið. Kannski bara á meðan þið horfið á gömlu Tímon og Púmba myndina!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts