Súrsætt svínakjöt

Þessi uppskrift er ein af mínum uppáhalds, auðveld og bragðgóð. Klassískur kínverskur réttur sem ég fæ ekki leið á. 

IMG_1242

Súrsætt svínakjöt
Print
Ingredients
 1. 800 gr svínalundir
 2. 2 rauðar papríkur skornar í bita
 3. 4 sneiðar ananas úr dós skornar í bita
 4. Hálfur rauðlaukur
 5. Olía til steikingar
 6. Salt og pipar
 7. Hveiti
Marinering
 1. ½ matskeið sojasósa
 2. 1 matskeið maísenamjöl
 3. 1 matskeið kalt vatn
 4. 1 eggjarauða
Sósa
 1. 6 matskeiðar edik
 2. 8 matskeiðar sykur
 3. 8 matskeiðar tómatsósa
 4. 10 matskeiðar ananassafi
 5. 2 tsk sesamolía
Instructions
 1. Snyrtið lundina og skerið í þunnar sneiðar (2-3 cm).
 2. Látið bitana liggja í marineringunni, sem búið er að hræra saman, í að minnsta kosti hálftíma.
 3. Veltið kjötinu upp úr hveiti og djúpsteikið í olíu (nóg að hún rétt fljóti yfir kjötið).
 4. Setjið kjötið til hliðar – gott að setja eldhúspappír í skál og láta bitana liggja ofan á.
 5. Hellið olíunni af pönnunni og setjið síðan tvær matskeiðar af nýrri olíu á pönnuna og steikið papriku, rauðlauk- og ananasbitana. Passið að þeir brenni ekki við.
 6. Setjið nú allt efnið í sósunni á pönnuna og hrærið vel í og látið sjóða þar til sósan fer að þykkna. Salt og pipar eftir smekk.
 7. Setjð síðan kjötbitana útí sósuna og hrærið vel í öllu saman. Berið fram með hrísgrjónum.
Notes
 1. Ég mæli með því að nota djúpa pönnu þegar rétturinn er eldaður.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.