5   56
3   72
0   33
6   67
7   42
6   54
7   70
1   43
11   92
1   52

Surimisalat

Surimisalat er flott á hvaða veisluborð sem er, útskriftarborð, fermingarborð eða í partýið. Skemmir heldur ekki hvað það er bragðgott! Mæli með því að bera það fram með tortilla snakki eða snittubrauði.
Grunnhugmyndin kemur frá Nigellu en ég hef samt breytt uppskriftinni aðeins.
Surimi fæst í flestum búðum og er alls ekki dýrt, ég keypti svoleiðis í Krónunni fyrir nokkrum dögum :) 

Surimi

IMG_1884IMG_1868

Surimisalat
Print
Ingredients
 1. 1 pakki surimi
 2. 2-3 vorlaukar
 3. 1 dós sýrður rjómi - 18 %
 4. 1 ferskur rauður chili
 5. 1 búnt ferskt kóriander
 6. 1-2 tsk lime safi
 7. Tortilla snakk eða snittubrauð
Instructions
 1. Rífið niður surimi kjötið.
 2. Fræhreinsið chili (nema þið viljið hafa þetta extra sterkt) og saxið niður.
 3. Saxið vorlauk og kóriander.
 4. Blandið öllu saman.
 5. Að lokum er sýrða rjómanum og lime safanum blandað við.
 6. Berið fram með tortillu snakki eða snittubrauði.
Notes
 1. Ekkert mál að saxa allt hráefnið niður kvöldið áður, plasta og geyma í ísskáp. Hræra svo sýrða rjómanum og lime safanum saman við áður en blandan er borin er fram.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Sumarsalat
Ég fékk góða gesti í heimsókn til mín hér í Köben um daginn en foreldrar mínir kíktu til mín og Magnúsar. Ég vippaði því fram sjúklega góðu o...
Hárskrúbbur?
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram sástu eflaust í story hjá mér um daginn þegar ég skrapp í Sephora og kom auga á þennan hárskrúbb. Ég...
powered by RelatedPosts