Surimisalat

Surimisalat er flott á hvaða veisluborð sem er, útskriftarborð, fermingarborð eða í partýið. Skemmir heldur ekki hvað það er bragðgott! Mæli með því að bera það fram með tortilla snakki eða snittubrauði.
Grunnhugmyndin kemur frá Nigellu en ég hef samt breytt uppskriftinni aðeins.
Surimi fæst í flestum búðum og er alls ekki dýrt, ég keypti svoleiðis í Krónunni fyrir nokkrum dögum :) 

Surimi

IMG_1884IMG_1868

Surimisalat
Print
Ingredients
 1. 1 pakki surimi
 2. 2-3 vorlaukar
 3. 1 dós sýrður rjómi - 18 %
 4. 1 ferskur rauður chili
 5. 1 búnt ferskt kóriander
 6. 1-2 tsk lime safi
 7. Tortilla snakk eða snittubrauð
Instructions
 1. Rífið niður surimi kjötið.
 2. Fræhreinsið chili (nema þið viljið hafa þetta extra sterkt) og saxið niður.
 3. Saxið vorlauk og kóriander.
 4. Blandið öllu saman.
 5. Að lokum er sýrða rjómanum og lime safanum blandað við.
 6. Berið fram með tortillu snakki eða snittubrauði.
Notes
 1. Ekkert mál að saxa allt hráefnið niður kvöldið áður, plasta og geyma í ísskáp. Hræra svo sýrða rjómanum og lime safanum saman við áður en blandan er borin er fram.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Besta ráðið fyrir nýja skó
Góðan dag! Í dag langar mér að deila með þér mínu besta ráði fyrir nýja skó. Ég hef nú oftar en einu sinni brennt mig á því að kaupa skó sem ...
Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Hvað er hægt að gera á Krít: Ferðablogg
Þið sem eruð að fylgja mér á Instagram tókuð eflaust eftir því að ég varði páskafríinu mínu á Krít á Grikklandi í borginni Chania. Við áttum ...
powered by RelatedPosts