Surimisalat

Surimisalat er flott á hvaða veisluborð sem er, útskriftarborð, fermingarborð eða í partýið. Skemmir heldur ekki hvað það er bragðgott! Mæli með því að bera það fram með tortilla snakki eða snittubrauði.
Grunnhugmyndin kemur frá Nigellu en ég hef samt breytt uppskriftinni aðeins.
Surimi fæst í flestum búðum og er alls ekki dýrt, ég keypti svoleiðis í Krónunni fyrir nokkrum dögum :) 

Surimi

IMG_1884IMG_1868

Surimisalat
Print
Ingredients
 1. 1 pakki surimi
 2. 2-3 vorlaukar
 3. 1 dós sýrður rjómi - 18 %
 4. 1 ferskur rauður chili
 5. 1 búnt ferskt kóriander
 6. 1-2 tsk lime safi
 7. Tortilla snakk eða snittubrauð
Instructions
 1. Rífið niður surimi kjötið.
 2. Fræhreinsið chili (nema þið viljið hafa þetta extra sterkt) og saxið niður.
 3. Saxið vorlauk og kóriander.
 4. Blandið öllu saman.
 5. Að lokum er sýrða rjómanum og lime safanum blandað við.
 6. Berið fram með tortillu snakki eða snittubrauði.
Notes
 1. Ekkert mál að saxa allt hráefnið niður kvöldið áður, plasta og geyma í ísskáp. Hræra svo sýrða rjómanum og lime safanum saman við áður en blandan er borin er fram.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smörrebröd í Kaupmannahöfn
Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd... eða það myndi allavega daninn se...
Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
powered by RelatedPosts