8   78
4   48
2   53
2   46
14   49
7   46
0   48
5   81
1   35
4   43

Surimisalat

Surimisalat er flott á hvaða veisluborð sem er, útskriftarborð, fermingarborð eða í partýið. Skemmir heldur ekki hvað það er bragðgott! Mæli með því að bera það fram með tortilla snakki eða snittubrauði.
Grunnhugmyndin kemur frá Nigellu en ég hef samt breytt uppskriftinni aðeins.
Surimi fæst í flestum búðum og er alls ekki dýrt, ég keypti svoleiðis í Krónunni fyrir nokkrum dögum :) 

Surimi

IMG_1884IMG_1868

Surimisalat
Print
Ingredients
 1. 1 pakki surimi
 2. 2-3 vorlaukar
 3. 1 dós sýrður rjómi - 18 %
 4. 1 ferskur rauður chili
 5. 1 búnt ferskt kóriander
 6. 1-2 tsk lime safi
 7. Tortilla snakk eða snittubrauð
Instructions
 1. Rífið niður surimi kjötið.
 2. Fræhreinsið chili (nema þið viljið hafa þetta extra sterkt) og saxið niður.
 3. Saxið vorlauk og kóriander.
 4. Blandið öllu saman.
 5. Að lokum er sýrða rjómanum og lime safanum blandað við.
 6. Berið fram með tortillu snakki eða snittubrauði.
Notes
 1. Ekkert mál að saxa allt hráefnið niður kvöldið áður, plasta og geyma í ísskáp. Hræra svo sýrða rjómanum og lime safanum saman við áður en blandan er borin er fram.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Bollur fylltar með vanillubúðing
Ef þið vissuð það ekki nú þegar þá er systir mín algjör snillingur þegar kemur að bakstri. Nú þegar bolludagurinn nálgast er þá ekki tilvalið a...
Siracha Pulled kjúklinga samlokur
Ég elska sterkan mat! Ég vil helst hafa hann það sterkan að hann fær munninn minn til að loga. Það skemmtilegasta til dæmis við að borða sushi fy...
powered by RelatedPosts