Sumarsalat

sumarsalat í skál á borði

Ég fékk góða gesti í heimsókn til mín hér í Köben um daginn en foreldrar mínir kíktu til mín og Magnúsar. Ég vippaði því fram sjúklega góðu og auðveldu sumarsalati með berjum, kjúkling, brauðteningum og góðri dressingu sem sló svo sannarlega í gegn! Ég veit ekki með þig en þegar það er sumar og hitinn er hár, en hann er búinn að vera um 27 stig í Köben síðustu daga, þá get ég ekki borðað þungar máltíðir.

sumarsalat í skál

Gikkurinn ég er hinsvegar bara nýbyrjuð að borða salat (það var áramótaheitið mitt) og jemundur hvað það er gott að borða bara létt salat með kjúkling á góðum sumardegi. Hér hefur þú því uppskriftina að sumarsalatinu mínu! Ég keypti dressingu með mínu salati en þessi hér í uppskriftinni er svipuð þeirri sem ég keypti.

Sumarsalat
Uppskrift að fersku sumarsalati
Print
Salat
 1. Kjúklingabringur/lundir
 2. Spínatblöð
 3. Avókadó
 4. Jarðaber
 5. Brómber
 6. Hvítluksbrauðteningar
 7. Sítrónupipar
 8. Hvítlauksduft
 9. Laukduft
 10. Salt
Dressing
 1. Hvítlauksrif
 2. Balsamik edik
 3. Rauðvíns edik
 4. Dijon sinnep
Kjúklingur
 1. Skerið niður bringurnar/lundirnar og steikið á pönnu með smá olíu.
 2. Kryddið kjúklinginn með sítrónupipar, salti, laukdufti og hvítlauksdufti eftir smekk.
 3. Steikið kjúklinginn þar til hann verður gylltur.
Dressing
 1. 1 og 1/2 matskeið rauðvínsedik
 2. 1 og 1/2 matskeið balsamikedik
 3. Pressuð hvítlauksrif eftir smekk
 4. 1 teskeið Dijon sinnep
 5. Salt og pipar eftir smekk
Salatið
 1. Skerið niður jarðaberin
 2. Skerið niður avókadóið
 3. Blandið saman spínatinu, og nokkrum berjum og avokadóinu
 4. Leggið kjúklinginn ofan á salatið
 5. Stráið brauðteningum yfir
 6. Skreytið með berjum og berið dressinguna fram til hliðar
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Vantar þig fleiri uppskriftir. Kíktu á hinar uppskriftirnar á blogginu HÉR.

 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Boho barnateppi
Mig langaði að sýna ykkur barnateppi sem ég prjónaði um daginn og hefur fengið viðurnefnið tveggja daga teppið hjá mér og það ekki af ástæðul...
Flugmannahúfa
Mig langaði að sýna ykkur þessar flugmannahúfur sem ég prjónaði um daginn. Ég fékk lánaðan þennan fallega strák frá vinkonu minni til að s...
Draumapeysan: Frí uppskrift!
Það var einhverntíman í lok síðasta árs sem ég sagði ykkur frá peysunni sem ég var að rembast við að klára fyrir jólaferðina miklu til N...
powered by RelatedPosts