4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Sumarlegur rækjuforréttur

IMG_2768Ég elska þetta vor sem er í loftinu! Það er svo hressandi að vakna á morgnanna og horfa út um gluggann og sjá eitthvað annað en snjó og slyddu! Þess vegna finnst mér alveg tilvalið að skella inn uppskrift af sumarlegum forrétti. Þessi réttur er ótrúlega fljótlegur og virkilega bragðgóður, mæli alveg klárlega með honum ;)   

IMG_2714sIMG_2750IMG_2758IMG_2762IMG_2766 - Copy

 

Sumarlegur rækjuforréttur
Print
Prep Time
5 min
Cook Time
15 min
Prep Time
5 min
Cook Time
15 min
Ingredients
 1. 60-80 gr af beikoni (það eru um það bil 5-7 sneiðar)
 2. 1 pakki af risarækjum (um það bil 250-350 gr)
 3. 2 matskeiðar ólífuolía
 4. 3 matskeiðar sítrónusafi úr sítrónu
 5. 2 matskeiðar hvítvín (má sleppa en setjið þá bara sítrónusafa í staðinn)
 6. 30 gr smjör
 7. Steinselja til skrauts (má sleppa)
Instructions
 1. Byrjið á því að skera beikonið í litla bita og steikja það á pönnu. Mæli með því að steikja það vel þannig það verði stökkt.
 2. Beikonið er sett á disk og til hliðar.
 3. Rækjurnar eru kryddaðar með pipar og smá salti. Þær eru steiktar á sömu pönnu í 1 til 1 og 1/2 mín á hvorri hlið. Passið að rækjurnar séu ekki of blautar áður en þær eru steiktar.
 4. Rækjurnar eru settar til hliðar.
 5. Setjið olíuna á pönnuna en passið að hitinn sé ekki of hár, annars fer olían út um allt (ég lenti í því og það var ekkert sérstaklega skemmtilegt að þrífa eftir það ;)
 6. Leyfið olíunni að hitna og bætið þá sítrónusafanum og hvítvíninu saman við. Hitið vel og hrærið í á meðan.
 7. Takið pönnuna af hitanum og bætið þá smjörinu strax við og leyfið því að bráðna. Hrærið vel.
 8. Setjið beikonið og rækjurnar í sósuna og stráið saxaðri steinselju yfir áður en borið er fram.
Notes
 1. Sem forréttur dugar uppskriftin fyrir 3-4
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smörrebröd í Kaupmannahöfn
Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd... eða það myndi allavega daninn se...
Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
powered by RelatedPosts