8   77
4   48
1   53
2   45
14   48
7   46
0   48
5   81
1   35
4   43

Sumarleg sítrónubaka

IMG_3036

Gleðilegt sumar! Mér finnst í alvöru eins og síðasta sumar sé nýbúið, er varla að trúa því að nýtt sumar sé að byrja. Þessa dagana er ég að leggja lokahönd á mastersritgerðina mína, bara nokkrir dagar eftir og þá get ég farið að njóta lífsins aftur! Ég tók mér samt smá frítíma síðustu helgi og bakaði þessa sumarlegu sítrónuböku. Uppskriftin hefur verið í fjölskyldunni minni lengi, hún kemur frá ömmu minni en hún bjó bökuna alltaf til á jólunum og hafði hana í eftirrétt. Ég mæli algjörlega með þessari uppskrift, ótrúlega góð baka :)

IMG_2914IMG_2916IMG_2922IMG_2929IMG_2935IMG_2946IMG_2947IMG_2950IMG_2954IMG_2957IMG_2961IMG_2963IMG_2968IMG_2986IMG_2998IMG_3033 - CopyIMG_3064

Sumarleg sítrónubaka
Print
Botn
 1. 4 dl hveiti
 2. 200 gr mjúkt smjör
Sítrónufylling
 1. 2 bollar vatn
 2. 2 bollar sykur
 3. 2 msk kartöflumjöl
 4. 4 eggjarauður
 5. Safi úr 2 sítrónum
Marengs sem fer ofan á
 1. 4 eggjahvítur
 2. 4 msk sykur
 3. 1/4 tsk lyftiduft
Botn
 1. Hnoðið hveiti og smjöri vel saman saman.
 2. Þrýstið deiginu í form, reynið að hafa eins jafnt og hægt er.
 3. Stingið með gaffli í deigið eins og sést á myndinni hér að ofan til að það lyfti sér ekki eins mikið.
 4. Deigið er forbakað við 190°C í 15 mín. Á meðan deigið er að forbakast er fyllingin gerð.
Sítrónufylling
 1. Allt hráefnið er sett í pott.
 2. Pískað því saman og hitið þar til það er orðið þykkt. Hrærið í á meðan. Þessi partur er kannski sá flóknasti því það er mikilvægt að blandan þykkni og hún má alls ekki brenna við.
 3. Hellið fyllingunni á bökuna þegar búið er að forbaka hann.
 4. Setjið inní ísskáp til kælingar í ca 30 mín.
Marengs sem fer ofan á
 1. Hráefnin eru stífþeytt saman, ég hræri allt í einu. Athugið að þetta á ekki að vera alveg eins og þessi týpíski marengs, eins og þið sjáið er frekar lítill sykur í uppskriftinni.
 2. Marengsnum er smurt varlega ofaná kalda bökuna.
 3. Bakað við 175°C í 10-15 mín.
Notes
 1. Ég mæli með því að setja bökuna frekar í eldfast form heldur en í klassískt pie-form eins og ég nota á myndunum. Sítrónufyllingin á það til að leka og þess vegna er mun snyrtilegra að hafa hana í eldföstu formi.
 2. Mér finnst ómissandi að bera bökuna fram með þeyttum rjóma.
 3. Bakan er góð bæði heit og köld.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Bollur fylltar með vanillubúðing
Ef þið vissuð það ekki nú þegar þá er systir mín algjör snillingur þegar kemur að bakstri. Nú þegar bolludagurinn nálgast er þá ekki tilvalið a...
Siracha Pulled kjúklinga samlokur
Ég elska sterkan mat! Ég vil helst hafa hann það sterkan að hann fær munninn minn til að loga. Það skemmtilegasta til dæmis við að borða sushi fy...
powered by RelatedPosts