1   29
1   37
3   26
12   53
3   44
1   30
10   62
3   30
2   23
2   34

Sumarleg pizza með reyktum laxi

IMG_2830

Uppskrift af þessari pizzu birti ég í maí blaði Nýs Lífs en þar sem nýtt júní blað er komið í búðir má ég loksins deila henni hér á síðunni. Þessi pizza er í einu orði sagt æði! Hún er frábrugðin þessum týpísku pizzum en samt er hún klárlega ein sú besta sem ég hef smakkað. Pizzan er alveg tilvalin á sumarkvöldum, í sumar ætla ég að prófa að grilla pizzabotninn í staðinn fyrir að elda hann í ofninum. Ég nota líka oft reyktan silung á hana og finnst það alls ekkert verra. Mæli klárlega með þessari. Njótið! :) 
IMG_2789IMG_2795IMG_2800IMG_2803IMG_2807IMG_2824

IMG_2832
 

Sumarleg pizza með reyktum laxi
Print
Pizzabotn
  1. 250 gr hveiti
  2. Hálfur poki ger (ca 6 gr)
  3. Hálf tsk salt
Ofan á pizzuna
  1. Rjómaostur með hvítlauk (lítil askja)
  2. Reyktur lax
  3. 1 avacado
  4. ½ rauðlaukur
  5. Sítrónubörkur
  6. Graslaukur
  7. Pipar
Instructions
  1. Gerið er sett í volgt vatn í ca. 10 mínútur eða þar til það freyðir.
  2. Hveiti, geri og salti er blandað saman og látið hefast í 20-30 mínútur
  3. Pizzabotninn er eldaður alveg sér inn í ofni þar til hann er orðinn stökkur og fallegur á litinn.
  4. Þegar botninn er orðinn kaldur er hvítlauksrjómaostinum smurt á.
  5. Því næst er reyktum laxi raðað fallega á pizzabotninn.
  6. Rauðlaukur og avacado eru skorin í bita og raðaða á pizzuna.
  7. Graslaukurinn er skorinn í litla bita og er, ásamt sítrónuberki, dreift á pizzuna.
  8. Að lokum fer piparinn á pizzuna.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/

-Heiðrún

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
Brúðkaupsmessan í Köben
Síðustu helgi skelltu ég og betri helmingurinn minn okkur á brúðkaupsmessuna hér í Köben. Messan er haldin nokkrum sinnum á ári þar sem helst...
powered by RelatedPosts