8   78
4   48
2   53
2   46
14   49
7   46
0   48
5   81
1   35
4   43

Súkkulaðihjúpaðar saltstangir

Þó að bleiki dagurinn sé búinn þá er nóg eftir af bleikum október. Í tilefni þess ætla ég að deila með ykkur hugmynd af ótrúlega bragðgóðu bleiku nammi! Eina sem þú þarft er hvítt súkkulaði, saltstangir og rauður matarlitur, gæti ekki verið auðveldara! ;)

img_4586img_4579img_4576img_4567img_4597

Bleikar saltstangir
Print
Ingredients
  1. 100 gr hvítt súkkulaði
  2. 40-50 saltstangir
  3. Rauður matarlitur
Instructions
  1. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði.
  2. Þegar súkkulaðið hefur bráðnað takið þá smá (1-2 matskeiðar) af súkkulaðinu og setjið í skál til hliðar. Notið þetta súkkulaði til að skreyta saltstangirnar seinna. Þetta er auðvitað ekki nauðsynlegt en saltstangirnar líta mjög vel út þegar þær eru fallega skreyttar 
  3. Bætið nokkrum dropum af rauðum matarlit í súkkulaðið sem þið brædduð og hrærið í með gaffli.
  4. Dýfið saltstöngunum í hvíta súkkulaðið og leggið þær á bökunarpappír. Þegar þið eruð búin að hjúpa allar saltstangirnar er best að setja þær í kæli í smástund til að súkkulaðið harðni.
  5. Fallegt að skreyta með kökuskrauti. Dreifið skrautinu á saltstangirnar meðan súkkulaðið er ekki ennþá orðið hart.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/

-Heiðrún 

Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Bollur fylltar með vanillubúðing
Ef þið vissuð það ekki nú þegar þá er systir mín algjör snillingur þegar kemur að bakstri. Nú þegar bolludagurinn nálgast er þá ekki tilvalið a...
Siracha Pulled kjúklinga samlokur
Ég elska sterkan mat! Ég vil helst hafa hann það sterkan að hann fær munninn minn til að loga. Það skemmtilegasta til dæmis við að borða sushi fy...
powered by RelatedPosts