Súkkulaðihjúpaðar saltstangir

Þó að bleiki dagurinn sé búinn þá er nóg eftir af bleikum október. Í tilefni þess ætla ég að deila með ykkur hugmynd af ótrúlega bragðgóðu bleiku nammi! Eina sem þú þarft er hvítt súkkulaði, saltstangir og rauður matarlitur, gæti ekki verið auðveldara! ;)

img_4586img_4579img_4576img_4567img_4597

Bleikar saltstangir
Print
Ingredients
  1. 100 gr hvítt súkkulaði
  2. 40-50 saltstangir
  3. Rauður matarlitur
Instructions
  1. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði.
  2. Þegar súkkulaðið hefur bráðnað takið þá smá (1-2 matskeiðar) af súkkulaðinu og setjið í skál til hliðar. Notið þetta súkkulaði til að skreyta saltstangirnar seinna. Þetta er auðvitað ekki nauðsynlegt en saltstangirnar líta mjög vel út þegar þær eru fallega skreyttar 
  3. Bætið nokkrum dropum af rauðum matarlit í súkkulaðið sem þið brædduð og hrærið í með gaffli.
  4. Dýfið saltstöngunum í hvíta súkkulaðið og leggið þær á bökunarpappír. Þegar þið eruð búin að hjúpa allar saltstangirnar er best að setja þær í kæli í smástund til að súkkulaðið harðni.
  5. Fallegt að skreyta með kökuskrauti. Dreifið skrautinu á saltstangirnar meðan súkkulaðið er ekki ennþá orðið hart.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/

-Heiðrún 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smörrebröd í Kaupmannahöfn
Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd... eða það myndi allavega daninn se...
Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
powered by RelatedPosts