1   44
2   45
14   46
7   44
0   48
5   80
0   33
0   43
3   47
4   65

Súkkulaðibitaköku – brownie

Uppskrift af súkkulaðibitaköku-brownie. Hrikalega góð kaka sem er blanda af súkkulaðibitaköku og brownie, getur bara ekki klikkað! ;)

12705508_10153658009877670_3231940223269664096_n

5432_10153658009907670_1608758261483435356_n

Súkkulaðibitaköku-brownie
Print
Súkkulaðibitakaka
 1. 75 gr sykur
 2. 85 gr púðursykur
 3. 115 gr íslenskt smjör, lint
 4. ½ teskeið vanilludropar
 5. 1 egg
 6. 160 gr hveiti
 7. ½ teskeið matarsódi
 8. Salt á hnífsoddi
 9. 150 gr saxað suðusúkkulaði eða súkkulaðidropar
-Brownie
 1. 140 gr suðusúkkulaði
 2. 140 gr íslenskt smjör
 3. 90 gr hveiti
 4. ½ teskeið lyftiduft
 5. 2 egg
 6. ½ teskeið vanilludropar
 7. 160 gr sykur
 8. 2 matskeiðar sigtað kakó
Súkkulaðibitakaka
 1. Hrærið saman sykri, púðursykri, smjöri, vanilludropum og eggi.
 2. Bætið hveiti, matarsóda og salti við blönduna. Deigið ætti að verða nokkuð stíft.
 3. Bætið að lokum við súkkulaðibitunum.
Brownie
 1. Setjið súkkulaðið og smjörið saman í pott og bræðið. Passið að blandan brenni ekki við.
 2. Sigtið hveiti, kakó og lyftidufti í skál og setjið til hliðar.
 3. Setjið súkkulaði- og smjörblönduna í skál og hrærið sykrinum saman við.
 4. Bætið eggjum og vanilludropum við blönduna og hrærið.
 5. Að lokum bætið þið hveitinu, lyftiduftinu og kakóinu saman við blönduna og hrærið saman.
Notes
 1. Hitið ofninn í 170 gráður
 2. Smyrjið eldfast mót eða smellumót, ekki hafa það of stórt.
 3. Setjið súkkulaðibitakökudeigið fyrst í mótið.
 4. Hellið brownie deiginu yfir og setjið inn í ofn.
 5. Bakið í um það bil 40-50 mín
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Bollur fylltar með vanillubúðing
Ef þið vissuð það ekki nú þegar þá er systir mín algjör snillingur þegar kemur að bakstri. Nú þegar bolludagurinn nálgast er þá ekki tilvalið a...
Siracha Pulled kjúklinga samlokur
Ég elska sterkan mat! Ég vil helst hafa hann það sterkan að hann fær munninn minn til að loga. Það skemmtilegasta til dæmis við að borða sushi fy...
Royal Copenhagen Outlet
Nú grunar mig að margir Royal Copenhagen aðdáendur hoppi hæð sína þegar þeir lesa titilinn á þessari grein. Einn kostur við að búa í Kaupmannahöf...
powered by RelatedPosts