Sterk vetrarsúpa

Þessi súpa er tilvalin á köldum dögum. Fljótleg, holl og virkilega bragðgóð!

IMG_1215  

Sterk vetrarsúpa
Serves 4
Print
Prep Time
10 min
Cook Time
20 min
Total Time
30 min
Prep Time
10 min
Cook Time
20 min
Total Time
30 min
Ingredients
 1. 500 gr kjúklingabringur
 2. 2 rauðir chili, fínsaxaðir og fræhreinsaðir (1 er nóg ef þú vilt ekki hafa súpuna of sterka)
 3. 1 blaðlaukur, skorinn í bita
 4. 2 paprikur (rauð og gul)
 5. 1 saxaður hvítlaukur
 6. 1 matskeið olía
 7. 1 dós hakkaðir tómatar
 8. 2 matskeiðar karry
 9. 1 dós kókosmjólk
 10. 1 líter af kjúklingakrafti (2 teningar + vatn)
 11. Salt og pipar
 12. Ferskt kóríander
Instructions
 1. Skerið kjúklingakjötið i litla bita.
 2. Steikið chili, blaðlauk, hvítlauk og papriku í olíu í smástund í potti.
 3. Bætið við tómötunum úr dósinni.
 4. Hrærið karrýið og kókosmjólkinni saman og bætið síðan í pottinn.
 5. Látið malla í 5-6 mín.
 6. Setjið kjúklingabitana og kraftinn í pottinn og látið malla i 8-10 mínútur eða þar til kjúklingakjötið verður meyrt.
 7. Smakkið til með salti og pipar og bætið ef til vill við kjúklingateningi eftir smekk.
 8. Berið fram með fullt af fersku kóriander.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.