Skinkusnúðar með birkifræjum og sinnepsdressingu

Er það bara ég eða líður tíminn alveg fáránlega hratt? Það verður komið sumar áður en maður veit af, sem er reyndar ekkert verra, get ekki beðið eftir vorinu!
Um daginn hélt ég smá kaffiboð og prófaði nokkrar nýjar uppskriftir, meðal annars prófaði ég þessa æðislega góðu snúða með skinku, osti, birkifræjum og sinnepsdressingu og ætla að deila þeim með ykkur. Ég var ekkert að flækja hlutina neitt of mikið og keypti bara tilbúið pizzadeig sem fæst í öllum helstu matvöruverslunum og notaði það í staðinn fyrir að búa til deigið sjálf, gæti ekki verið auðveldara ;) Hér getið þið séð hvernig deig ég notaði. Snúðarnir voru alveg ótrúlega góðir og voru fljótir að klárast, ég get lofað ykkur því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum! ;)

IMG_5526

IMG_5527

IMG_5529

IMG_5531

IMG_5534

IMG_5535

IMG_5537

IMG_5540

IMG_5547

IMG_5549

IMG_5551

IMG_5552

IMG_5554

Skinkusnúðar
Print
Ingredients
 1. 1 rúlla tilbúið pizadeig
 2. 1 pakki silkiskorin skinka eða stórt bréf af venjulegri skinku
 3. 1 poki af mozzarellaosti
 4. 110 gr smjör
 5. 1 matskeið birkifræ (poppyseeds)
 6. 1 ½ matskeið dijon sinnep (ég nota hunangs-dijon)
 7. ½ matskeið Worcestershire sósa
Instructions
 1. Rúllið tilbúna deiginu út. Fletjið það aðeins þannig það verði ekki jafn þykkt og þegar þið eruð nýbúin að rúlla því út.
 2. Raðið skinkunni á deigið.
 3. Stráið ostinum yfir skinkuna.
 4. Rúllið deiginu aftur upp.
 5. Skerið deigið í litla bita (ég skar mitt í 12 bita) og setjið í eldfast mót sem búið er að smyrja með olíu.
 6. Bræðið smjörið í potti við vægan hita.
 7. Bætið sinnepinu, birkifræjunum og Worcestershire sósunni við smjörið og hitið áfram við vægan hita.
 8. Hellið blöndunni jafnt yfir snúðana.
 9. Hitið ofninn í 180°C.
 10. Bakið snúðana í ca. 25 mínútur eða þar til þeir verða fallega ljósbrúnir á lit.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smörrebröd í Kaupmannahöfn
Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd... eða það myndi allavega daninn se...
Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
powered by RelatedPosts