3   45
3   40
1167   353
0   47
0   41
10   58
1   50
0   61
5   68
3   71

Skinkusalat

Jæja ein önnur vikan byrjuð, er það bara ég eða líður tíminn alveg ótrúlega hratt? Um helgina bauð ég nokkrum vel völdum gestum í kaffi og bjó meðal annars til skinkusalat. Ég keypti gott snittubrauð og bar það fram með salatinu. Þetta salat er virkilega gott og ég held að þetta sé einfaldasta uppskriftin sem ég hef sett inn á síðuna, auðvelt en samt svo gott! Ég mæli með því að gera það kvöldinu áður en þið ætlið að bera það fram, mér finnst það betra þegar það hefur fengið að standa aðeins inni í ísskáp :)

IMG_4457IMG_4460IMG_4464

Skinkusalat
Print
Ingredients
 1. 250 gr skinka (stórt bréf)
 2. 3-4 egg - harðsoðin
 3. 1 ½ matskeið sýrður rjómi (ég nota 10%)
 4. 1 ½ matskeið majónes (ég nota Hellman‘s Light)
 5. Hálfur rauðlaukur
 6. Dass af salti og pipar
 7. Dass af aromat
Instructions
 1. Skerið skinkuna og rauðlaukinn smátt.
 2. Skerið eggin með eggjaskera.
 3. Hrærið sýrðum rjóma og majónesi saman við skinkuna, eggin og rauðlaukinn.
 4. Smakkið til með salti, pipar og aromati.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Besta ráðið fyrir nýja skó
Góðan dag! Í dag langar mér að deila með þér mínu besta ráði fyrir nýja skó. Ég hef nú oftar en einu sinni brennt mig á því að kaupa skó sem ...
Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Hvað er hægt að gera á Krít: Ferðablogg
Þið sem eruð að fylgja mér á Instagram tókuð eflaust eftir því að ég varði páskafríinu mínu á Krít á Grikklandi í borginni Chania. Við áttum ...
powered by RelatedPosts