8   78
4   48
2   53
2   46
14   49
7   46
0   48
5   81
1   35
4   43

Skinkusalat

Jæja ein önnur vikan byrjuð, er það bara ég eða líður tíminn alveg ótrúlega hratt? Um helgina bauð ég nokkrum vel völdum gestum í kaffi og bjó meðal annars til skinkusalat. Ég keypti gott snittubrauð og bar það fram með salatinu. Þetta salat er virkilega gott og ég held að þetta sé einfaldasta uppskriftin sem ég hef sett inn á síðuna, auðvelt en samt svo gott! Ég mæli með því að gera það kvöldinu áður en þið ætlið að bera það fram, mér finnst það betra þegar það hefur fengið að standa aðeins inni í ísskáp :)

IMG_4457IMG_4460IMG_4464

Skinkusalat
Print
Ingredients
 1. 250 gr skinka (stórt bréf)
 2. 3-4 egg - harðsoðin
 3. 1 ½ matskeið sýrður rjómi (ég nota 10%)
 4. 1 ½ matskeið majónes (ég nota Hellman‘s Light)
 5. Hálfur rauðlaukur
 6. Dass af salti og pipar
 7. Dass af aromat
Instructions
 1. Skerið skinkuna og rauðlaukinn smátt.
 2. Skerið eggin með eggjaskera.
 3. Hrærið sýrðum rjóma og majónesi saman við skinkuna, eggin og rauðlaukinn.
 4. Smakkið til með salti, pipar og aromati.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Bollur fylltar með vanillubúðing
Ef þið vissuð það ekki nú þegar þá er systir mín algjör snillingur þegar kemur að bakstri. Nú þegar bolludagurinn nálgast er þá ekki tilvalið a...
Siracha Pulled kjúklinga samlokur
Ég elska sterkan mat! Ég vil helst hafa hann það sterkan að hann fær munninn minn til að loga. Það skemmtilegasta til dæmis við að borða sushi fy...
powered by RelatedPosts