Skinku-og ostabitar

Gleðilegt nýtt ár! Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift  af brauðbitum sem eru fylltir með skinku og osti. Tilvalið að skella nokkrum svona í nestisboxin. Ég bjó þessa bita til síðasta sumar en var búin að steingleyma þeim. Um daginn þegar ég var að fara í gegnum myndavélina mína rakst ég á myndir af þeim og mundi þá eftir hvað þeir voru góðir, skil eiginlega ekki hvernig ég fór að því að gleyma þeim svona. Það er alltaf voða þægilegt að eiga svona í frystinum ;)

img_3730
img_3733
img_3747
img_3749
img_3752
img_3754

img_3758
img_3761
img_3765
img_3768
img_3771
img_3774
img_3782
img_3786
img_3787
img_3856
img_3863
img_3872

Skinku-og ostabitar
Print
Ingredients
 1. 2 matskeiðar púðursykur
 2. 1 bolli heit mjólk
 3. 2 og ½ bolli hveiti
 4. Ca. 7 gr af þurrgeri
 5. 250 gr skinka (stórt bréf)
 6. 1 poki af rifnum mozzarellaosti
 7. Smurostur með skinku – má sleppa. Ég notaði það ekki í uppskriftina þegar ég tók myndirnar hér að neðan en hef prófað það og fannst það betra
Instructions
 1. Gerið er sett í volgt vatn í ca. 10 mínútur eða þar til það freyðir.
 2. Byrjið á því að hita mjólkina í potti. Passið að hún farið þó ekki að sjóða.
 3. Hrærið heitri mjólkinni saman við púðursykurinn í lítilli skál þar til sykurinn leysist upp. Setjið skálina til hliðar.
 4. Náið ykkur í aðra skál, í stærri kantinum.
 5. Í stóru skálinni, blandið þá saman hveitinu, mjólkur- og sykurblöndunni og gerinu.
 6. Hrærið öllu saman þar til blandan verður aðeins stíf. Bætið við meiri hveiti ef þess þarf.
 7. Myndið kúlu úr deiginu eins og sést á myndinni hér að ofan.
 8. Takið aðra skál og penslið hana að innan með olífuolíu. Setjið deigkúluna í skálina og plastið skálina svo, passið að plastið liggi þétt að skálinni.
 9. Leyfið deiginu að rísa í ca. 2 klukkustundir eða þar til kúlan hefur tvöfaldast í stærð og þú sér að litlar loftbólur hafa myndast á yfirborðinu. Sjá á myndum hér að ofan.
 10. Þegar deigið hefur fengið að hefast skuluð þið koma því fyrir á stað sem hentar vel til að fletja út. Gott að strá hveiti á yfirborðið áður en deiginu er komið þar fyrir.
 11. Skiptið kúlunni í 4 jafnstóra hluta.
 12. Rúllið hverjum hluta út eins og sést á myndinni hér að ofan. Reynið að hafa hvern hluta jafnstóran.
 13. Skerið skinkuna ykkar í litla bita.
 14. Smyrjið deighlutana með smurosti (ef þið ætlið að nota hann). Dreifið skinkunni og mozzarellaostinum á deigið á sama hátt og sést á myndinni hér að ofan.
 15. Rúllið deighlutanum upp, byrjið að rúlla upp á þeim stað sem skinkan og osturinn er.
 16. Skerið hvern hluta í jafnstóra bita. Þið ættuð að ná að minnsta kosti 12 bitum úr hverjum hluta.
 17. Komið bitunum fyrir ofnplötu (munið bökunarpappírinn)
 18. Hitið ofninn í 200 gráður.
 19. Pískið 1-2 egg og penslið hvern bita.
 20. Ég stráði smá sjávarsalti á bitana áður en þeir fóru inn í ofn. Má sleppa.
 21. Bakið í 15-20 mínútur eða þar til þeir verða fallega ljósbrúnir.
Notes
 1. Geymist vel í frysti
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/

-Heiðrún 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smörrebröd í Kaupmannahöfn
Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd... eða það myndi allavega daninn se...
Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
powered by RelatedPosts