Saltkaramellu-hrískaka

Þessi kaka er fullkomin fyrir helgina. Allt með saltkaramellu getur bara ekki klikkað! :) 

IMG_1640k

IMG_1631 IMG_1719

Saltkaramellu-hrískaka
Print
Kakan
 1. 150 gr hveiti
 2. 125 gr sykur
 3. 125 gr smjörlíki
 4. 1 ½ tsk lyftiduft
 5. 3 egg
Salt-karamellu Rice Krispies
 1. 300 gr sykur
 2. 135 gr smjör
 3. 180 ml rjómi
 4. 1 ½ tsk sjávarsalt
 5. Rice Krispies
Súkkulaði
 1. 150 gr súkkulaði
 2. 150 ml rjómi
 3. 1 msk síróp
Kakan
 1. Bræðið smjörlíkið í potti.
 2. Hrærið saman sykri, smjörlíki og eggjum þar til blandan verður létt.
 3. Bætið hveiti og lyftidufti í blönduna.
 4. Bakið við 180 gráður í 20-25 mínútur.
Saltkaramellu Rice Krispies
 1. Byrjið á því að setja sykurinn í pott eða djúpa pönnu. Hitið sykurinn við vægan hita og fylgist vel með honum. Sykurinn byrjar á því að mynda kekki en mun að lokum bráðna og breytast í þykkan brúnan vökva.
 2. Þegar sykurinn er alveg bráðnaður skaltu bæta smjörinu við. Gerðu það samt varlega vegna þess að þegar því er bætt við kraumar karamellan og auðvelt er að brenna sig. Hrærðu í 2-3 mínútur þar til smjörið er allt bráðnað.
 3. Að því loknu skaltu hella rjómanum mjög varlega við blönduna. Vegna þess að rjóminn er mun kaldari en karamellublandan þá mun hún krauma mikið þegar rjómanum er bætt út í.
 4. Leyfðu blöndunni að sjóða í smástund, 1-3 mínútur.
 5. Taktu blönduna af hellunni og bættu við sjávarsalti.
 6. Leyfðu karamellunni að kólna áður en þú bætir Rice Krispies við hana.
 7. Ég setti um 2 og hálfan bolla af Rice Krispies í karamelluna mína. Það er samt svo erfitt að segja nákvæmlega hversu mikið Rice Krispies á að fara út í vegna þess að karamellan verður ekki endilega eins hjá öllum. Ég mæli því með að hræra bara lítið út í karamelluna í einu og finna sjálf/ur hversu mikið Rice Krispies þú vilt hafa. Mér finnst betra að hafa minna Rice Krispies heldur en meira því mér finnst svo gott að hafa karamelluna aðeins klístraða.
Súkkulaði
 1. Hitið rjómann við vægan hita. Setjið súkkulaðið í skál og hellið heitum rjómanum yfir. Hrærið súkkulaðið saman við rjómann. Bætið svo við einni matskeið af sírópi og hrærið betur. Blandan fer svo inn í ískáp í 1-2 klukkustundir þar til hún verður aðeins þykkari. Þá er hún tilbúin til að fara ofan á kökuna.
Notes
 1. Það er mjög sniðugt að stækka karamelluuppskriftina og nýta hluta karamellunnar sem íssósu eða karamellu í kaffið til dæmis. Hún geymist vel eða allt að 2 vikur í ískáp. Þess vegna mæli ég með því að gera stóra uppskrift fyrst þið eruð að gera karamellu á annað borð. Hún er ótrúlega góð!
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Omnom súkkulaðiskólinn
Ég kom karlinum á óvart í desember síðastliðnum og tók hann með mér í súkkulaðiskólann hjá Omnom. Þar lærðum við allt um framleiðsl...
- Jólalakkrísinn frá Hafliða -
Ég skrapp á jólakvöld Garðheima þegar það var haldið í byrjun nóvember og kom heim með eina dollu af jólalakkrísnum frá Hafliða. Í fyrra keyp...
Konfekt með þrenns konar fyllingu: Hockey Pulver, saltkaramellu og piparmyntu
Uppskriftin hefur verið uppfærð frá fyrstu birtingu Eins og ég lofaði í síðustu viku þá ætla ég að birta fyrstu jólauppskriftina í dag. Um...
powered by RelatedPosts