Salt-karamelluís

IMG_4130

Jæja enn ein salt-karamelluuppskriftin, ég bara fæ ekki nóg! Ég held samt að ég ætti að taka mér smá salt-karamellu pásu núna ;) Ég hef gert þennan ís nokkrum sinnum, ég var til dæmis með hann í eftirrétt á áramótunum í fyrra. Hann hefur aldrei klikkað, er alltaf jafn ótrúlega góður og ég er alltaf jafn hissa á því hvað hann er auðveldur. Uppskriftina af ísnum sjálfum fékk ég frá ömmu minni, það er auðvitað hægt að leika sér með uppskriftina og búa til allskonar ís, næst langar mig til dæmis að prófa að búa til hindberjaís :) Njótið!

IMG_4107IMG_4110IMG_4111IMG_4114IMG_4115IMG_4117IMG_4133IMG_4135IMG_4137IMG_4143

Salt-karamelluís
Print
Salt-karamella
 1. 150 gr sykur
 2. 50 gr smjör
 3. 1 msk mjólk
 4. 1 msk rjómi
 5. 1 tsk sjávarsalt
Ís
 1. 2 egg
 2. 500 ml rjómi (stór peli)
 3. 100 gr sykur
 4. Salt-karamella
Salt-karamella
 1. Byrjið á því að setja sykurinn í pott. Hitið sykurinn við vægan hita og fylgist vel með honum. Sykurinn byrjar á því að mynda kekki en mun að lokum bráðna og breytast í þykkan brúnan vökva.
 2. Þegar sykurinn er alveg bráðnaður skaltu bæta smjörinu við. Gerðu það samt varlega vegna þess að þegar því er bætt við kraumar karamellan og auðvelt er að brenna sig. Hrærðu í 2-3 mínútur þar til smjörið er allt bráðnað.
 3. Að því loknu skaltu hella rjómanum og mjólkinni mjög varlega við blönduna. Vegna þess að rjóminn er mun kaldari en karamellublandan þá mun hún krauma mikið þegar rjómanum er bætt út í.
 4. Leyfðu blöndunni að sjóða í smástund, 1-3 mínútur, lengur ef hún er í þynnri kantinum. Passið ykkur bara að brenna hana ekki.
 5. Taktu blönduna af hellunni og bættu við sjávarsalti.
Ís
 1. Egg og sykur eru þeytt vel saman þar til blandan verður gul og létt.
 2. Blandið karamellunni varlega við blönduna. Karamellan þarf helst að vera við stofuhita þegar henni er blandað við. Það þýðir samt að karamellan verður orðin frekar þykk og þess vegna er frekar erfitt að hræra hana við eggin og sykurinn. Mér finnst best að nota písk til að hræra karamellunni við. Það er allt í lagi þó öll karamellan blandist ekki öll við blönduna, það er nefninlega svo gott að hafa karamellubita í ísnum :)
 3. Stífþeytið rjómann.
 4. Blandið rjómanum varlega við karamellublönduna með sleif.
 5. Setjið í form og inn í frysti yfir nótt.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smörrebröd í Kaupmannahöfn
Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd... eða það myndi allavega daninn se...
Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
powered by RelatedPosts