Salt-karamellu súkkulaðikaka

img_5057

Ég elska að prófa nýjar uppskriftir, það er í alvöru eitt það skemmtilegasta sem ég geri! Mér finnst eitthvað svo róandi við það að dúlla mér í eldhúsinu og ég gæti auðveldlega eytt heilum dögum þar að baka eða elda! Ég prófaði þessa nýju kökuuppskrift um daginn og ég held að hún fari beint inn á topp 5 listann af bestu kökum sem ég hef bakað! Gefið ykkur góðan tíma í baksturinn, hann tekur um það bil 2 klukkutíma en er alveg þess virði.

img_5045img_5060img_5062img_5076img_5083img_5106

Salt-karamellu súkkulaðikaka
Print
Kakan
 1. 215 gr sykur
 2. 80 gr ljós púðursykur
 3. 80 gr kakó – sigtað
 4. 200 gr hveiti
 5. 2 tsk matarsódi
 6. 1 tsk lyftiduft
 7. 1 tsk salt
 8. 3 stór egg
 9. 1 eggjarauða
 10. 1 dós (180 gr) sýrður rjómi – 18%
 11. 1/3 bolli mjólk
 12. ¾ bolli grænmetisolía (ég nota Isio olíu)
 13. 2 tsk vanilludropar
 14. 1 bolli heitt vatn
Saltkaramellan
 1. 170 gr smjör
 2. 150 gr ljós púðursykur
 3. 125 ml rjómi
 4. Salt eftir smekk
Krem
 1. 315 gr smjör –mjög lint
 2. 400 gr flórsykur
 3. 20 gr kakó
 4. 3 msk rjómi
 5. 2-3 matskeiðar saltkaramella (hún verður að vera orðin köld)
Kakan
 1. Hrærið saman sykri, púðursykri, hveiti, kakó, matarsóda, lyftidufti og salti.
 2. Í annarri skál skuluð þið hræra saman egg, eggjarauðu, sýrðum rjóma, mjólk, olíu og vanilludropum. Hrærið mjög vel.
 3. Bætið þurrefnunum úr hinni skálinni við og hrærið vel.
 4. Í lokin bætið þið heita vatninu við blönduna. Deigið ætti að verða nokkuð þunnt.
 5. Skiptið deiginu í 2 jafnstór form. Mér finnst alltaf best að setja bökunarpappír í formið svo auðveldara sé að ná kökunum úr forminu.
 6. Bakið við 180°C í 30 mínútur eða þar til hægt er að stinga tannstöngli í miðja kökuna og hann kemur hreinn út.
 7. Það er mikilvægt að kakan fái að kólna alveg áður en kremið er smurt á kökuna.
Salt-karamellan
 1. Setjið öll hráefnin í pott. Hitið á miðlungshita þar til blandan fer að sjóða. Verið dugleg að hræra í á meðan.
 2. Þegar suðan kemur upp lækkið þá hitann undir pottinum og leyfið blöndunni að malla í um það bil 5 mínútur eða þar til hún verður þykk. Munið að hræra vel í blöndunni á meðan.
 3. Mikilvægt að karamellan fái alveg að kólna áður en hún er smurð á kökuna.
Krem
 1. Byrjið á því að hræra smjörið með hrærivél í um það bil 3 mínútur eða þar til það verður alveg mjúkt og slétt.
 2. Sigtið flórsykur og kakó og hrærið saman við smjörið.
 3. Bætið við vanilludropum, rjómanum (ekki þeyttur) og salt-karamellunni sem þið eruð búin að útbúa. Hrærið öllu vel saman.
 4. Ef ykkur finnst kremið vera of þunnt bætið þá við flórsykri. Ef ykkur finnst kremið hinsvegar of þykkt bætið þá við rjóma.
Í lokin
 1. Skerið ofan af kökunni ef þess þarf til að gera hana jafnari.
 2. Munið að mikilvægt er að kakan og salt-karamellan fái alveg að kólna.
 3. Byrjið á því að smyrja hluta af kreminu á annan kökubotninn,
 4. Næst bætið þið hluta af salt-karamellunni ofan á kremið.
 5. Leggið hinn botninn ofan á.
 6. Smyrjið kökuna með restinni af kreminu.
 7. Notið afganginn af salt-karamellunni til að skreyta kökuna.
 8. Stráið sjávarsalti ofan á kökuna áður en hún er borin fram.
Notes
 1. Í kökunni er ekkert smjör né smjörlíki.
 2. Sýrði rjóminn gerir það að verkum að kakan verður sérstaklega mjúk.
Adapted from Baker by Nature
Adapted from Baker by Nature
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Omnom súkkulaðiskólinn
Ég kom karlinum á óvart í desember síðastliðnum og tók hann með mér í súkkulaðiskólann hjá Omnom. Þar lærðum við allt um framleiðsl...
Heimsins bestu súkkulaðibitakökur
Ég held að flestir sem hafa gaman af því að baka eigi sér uppáhaldsuppskrift af súkkulaðibitakökum. Þessi uppskrift er mín uppáhalds, ég elsk...
- Jólalakkrísinn frá Hafliða -
Ég skrapp á jólakvöld Garðheima þegar það var haldið í byrjun nóvember og kom heim með eina dollu af jólalakkrísnum frá Hafliða. Í fyrra keyp...
powered by RelatedPosts