Piparmyntusmákökur með hvítu súkkulaði

Áður en ég birti næstu uppskrift vil ég þakka kærlega fyrir frábærar viðtökur á jólakonfektinu sem ég birti hér á síðunni í síðustu viku. Ég er búin að heyra af fólki um allan bæ sem er búið að prófa að búa til konfektið. Ég hef grun um að Hockey Pulver fyllingin hafi verið sú vinsælasta ;)

Annars ætla ég að birta næstu jólauppskrift sem er af ótrúlega góðum jólasmákökum. Ég gaf þessa uppskrift í nýjasta tölublaði af Reykjavík Fashion and Design og nú ætla ég að deila henni með ykkur. Ég bakaði þessar kökur í fyrsta sinn fyrir nokkrum vikum en ég get alveg lofað ykkur því að þær munu vera á boðstólnum hjá mér á jólunum næstu árin. Þær voru ótrúlega góðar og jólalegar, koma mjög vel út á fallegu jólaborði! :)

unnamed-2

unnamed-3

unnamed-4

unnamed-5

unnamed-6

unnamed-7

unnamed

Piparmyntusmákökur með hvítu súkkulaði
Print
Piparmyntusmákökur
 1. 110 gr smjör - lint
 2. 80 gr sykur
 3. 50 gr púðursykur
 4. 1 – 1 ½ tsk piparmyntudropar
 5. 150 gr hveiti
 6. ½ tsk matarsódi
 7. ¼ tsk salt
 8. 30 gr kakó
 9. 1 stórt egg
 10. 25 ml mjólk
 11. 150 gr súkkulaðidropar eða saxað súkkulaði
Súkkulaði á kökurnar
 1. 170 gr hvítt súkkulaði (Ég mæli með hvíta súkkulaðinu frá Wilton, það fæst í Kosti. Liturinn á því er svo fallegur og kemur vel út á kökunum)
 2. 10-12 Bismark brjóstsykrar
Instructions
 1. Hrærið saman smjöri, sykri, púðursykri og piparmyntudropum í skál þar til blandan verður létt og mjúk
 2. Bætið við hveiti, kakó, matarsóda, salti og eggi og hrærið vel.
 3. Bætið mjólkinni við á meðan þið hrærið í blöndunni.
 4. Bætið súkkulaðidropunum/saxaða súkkulaðinu við í lokinn.
 5. Blandan á að vera þykk, ekki hafa áhyggjur af því að hún sé of þykk
 6. Mótið kúlur, aðeins minni en golfbolta, og raðið á smjörpappír á ofnplötu. Passið að hafa nóg bil á milli.
 7. Bakið við 180°C í 12-14 mínútur.
 8. Leyfið kökunum að kólna alveg.
 9. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði.
 10. Brjótið Bismark brjóstsykurinn í litla bita. Ég nota alltaf mortel til að brjóta þá.
 11. Dýfið kökunum í hvíta súkkulaðið. Passið að hylja ekki meira en hálfa köku í súkkulaðinu.
 12. Dreifið Barmark brjóstsykrinum yfir súkkulaðið áður en það harðnar.
 13. Leyfið kökunum á standa á meðan súkkulaðið harðnar. Stundum þarf að setja þær í ískápinn til að súkkulaðið nái að harðna, það fer eftir því hvaða súkkulaði þú notar.
Notes
 1. Uppskriftin gefur ca. 20 kökur. Tvöfaldið ef þið viljið fleiri.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smörrebröd í Kaupmannahöfn
Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd... eða það myndi allavega daninn se...
Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
powered by RelatedPosts