Piparmyntukaka fyrir páskana

Þessa dagana snýst líf mitt aðallega um að skrifa mastersritgerð og þess vegna finnst mér sérstaklega gaman að taka mér pásu af og til frá skrifum og dúlla mér aðeins í eldhúsinu. Um helgina bakaði ég þessa páskalegu piparmyntuköku. Ég elska piparmyntu og varð því ekki fyrir vonbrigðum með þessa köku. Mæli klárlega með henni fyrir páskana, mjög auðveld og einstaklega bragðgóð.

IMG_2183IMG_2285IMG_2332IMG_2308

Piparmyntukaka
Print
Kakan
 1. 1 og 2/3 bolli hveiti
 2. 1 ½ bolli sykur
 3. 1 tsk matarsódi
 4. 1 tsk salt
 5. 3/4 bolli kakó
 6. 1 bolli mjólk
 7. 125 gr smjörlíki – lint
 8. 1 tsk vanilludropar
 9. 3 egg
Piparmyntukrem
 1. 115 gr smjör við stofuhita
 2. 260 gr flórsykur
 3. 1 matskeið vatn
 4. ½ - 1 tsk piparmyntudropar
 5. Nokkrir dropar af grænum matarlit
Súkkulaðið ofan á
 1. 85 gr smjör
 2. 200 gr suðusúkkulaði
Kakan
 1. Hrærið saman sykri, smjörlíki, vanilludropum og eggjum.
 2. Sigtið hveiti, matarsóda, salt og kakó saman og blandið við.
 3. Hellið mjólkinni út í og hrærið allt saman.
 4. Kakan er bökuð við 180 gráður í 25-30 mín eða þar til þú getur stungið prjón í hana og hann kemur hreinn út.
Piparmyntukrem
 1. Allt hrært vel saman
 2. Ekkert verra að setja kökuna inn í ískáp í nokkrar mínútur áður en súkkulaðið er sett ofan á piparmyntukremið
Súkkulaðið ofan á
 1. Súkkulaðið og smjörið er brætt saman yfir vatnsbaði.
 2. Kremið verður svolítið þunnt þannig það er fínt að setja það inn í ískáp í smástund svo auðveldara verði að smyrja því á piparmyntukremið.
 3. Passið ykkur samt að hafa það ekki of lengi í ískápnum, þá harðnar það.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/

  

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
Dress up: Páskar!
Gleðilega páska elsku lesendur! Ég vona að þið séuð búin að éta á ykkur gat síðastliðna daga því ég er svo sannarlega búin að gera það. Það e...
Konfekt með þrenns konar fyllingu: Hockey Pulver, saltkaramellu og piparmyntu
Uppskriftin hefur verið uppfærð frá fyrstu birtingu Eins og ég lofaði í síðustu viku þá ætla ég að birta fyrstu jólauppskriftina í dag. Um...
powered by RelatedPosts