2   42
0   39
10   91
1   48
3   48
7   27
5   75
2   51
0   34
4   72

Ostakaka með piparhúðuðu Nóa Kroppi

IMG_3515

Nýja Nóa Kroppið með pipardufti hefur örugglega ekki farið fram hjá mörgum Nóa Kropps aðdáendum síðustu daga. Þegar ég sá að það væri komið í búðir fór ég beinustu leið og keypti mér einn poka og varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Þetta er eiginlega ávanabindandi, svo gott er það! Ég fór strax að hugsa hvað ég gæti gert úr því og þá datt mér í hug að búa til klassíska ostaköku með botni úr Nóa Kroppinu. Um helgina prófaði ég svo að búa til kökuna og ég get alveg lofað ykkur því að ef ykkur finnst nýja Nóa Kroppið gott þá muniði elska þessa köku! Ekki nóg með það að hún sé brjálæðislega góð þá er hún líka svo auðveld og það tekur enga stund að skella í hana.

IMG_3460IMG_3464IMG_3467IMG_3476IMG_3479IMG_3482IMG_3487IMG_3490IMG_3496IMG_3501IMG_3516IMG_3702

Ostakaka með piparhúðuðu Nóa Kroppi
Print
Botninn
 1. 2 pokar af Nóa Kroppi með pipardufti (360 gr)
 2. 80 gr smjör – brætt
Ostakakan
 1. 500 ml rjómi - þeyttur
 2. 400 gr rjómaostur
 3. 120 gr flórsykur
 4. 2 vanillustangir – korn
Botninn
 1. Myljið Nóa Kroppið í matvinnsluvél. Passið samt að mylja það ekki alveg í duft, betra að hafa það aðeins gróft.
 2. Takið smá Nóa Kropp frá til að skreyta kökuna seinna.
 3. Bræðið smjörið en leyfið því að kólna aðeins áður en þið blandið Nóa Kroppinu út í.
 4. Hrærið Nóa Kroppinu og smjörinu vel saman.
 5. Þrýstið blöndunni í form til að mynda botninn. Ég mæli með því að nota smelluform en ef þið eigið ekki svoleiðis form þá myndi ég setja smörpappír í formið.
 6. Kælið botninn í ca. 15 mín.
Ostakakan
 1. Skafið kornin úr vanillustöngunum.
 2. Hrærið rjómaosti, flórsykri og vanillukornum saman. Ekki hræra í blöndunni of lengi samt.
 3. Þeytið rjómann.
 4. Bætið rjómaostablöndunni varlega við þeytta rjómann.
 5. Hellið blöndunni ofan á botninn.
 6. Notið Nóa Kroppið sem þið tókuð frá í byrjun til að skreyta kökuna (líka hægt að gera þetta eftir að kakan hefur staðið í kæli).
 7. Kælið í a.m.k. 4 klst. Ég mæli samt með því að kæla kökuna yfir nótt, hún er mun betri þegar hún hefur staðið lengur í kæli.
Notes
 1. Njótið :)
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/

-Heiðrún 

Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Sumarsalat
Ég fékk góða gesti í heimsókn til mín hér í Köben um daginn en foreldrar mínir kíktu til mín og Magnúsar. Ég vippaði því fram sjúklega góðu o...
Hárskrúbbur?
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram sástu eflaust í story hjá mér um daginn þegar ég skrapp í Sephora og kom auga á þennan hárskrúbb. Ég...
powered by RelatedPosts