Nutellabomba með salt-karamellukremi

IMG_3900

Þeir sem hafa fylgst með uppskriftum mínum síðustu mánuði hafa kannski tekið eftir að ég er mjög hrifin af salt-karamellu. Ég elska að prófa allskonar uppskriftir þar sem salt-karamella kemur við sögu og í þetta sinn ákvað ég að prófa að sameina hana við annað sem ég er mjög hrifin af sem er Nutella. Ég ákvað að prófa að búa til Nutella köku með salt-karamellu-nutella kremi. Ég eiginlega bullaði uppskriftina af kreminu og vissi ekki hvort það kæmi vel út en svo kom það betur út en ég bjóst nokkurn tímann við! Ég bauð upp á þessa köku með kaffinu á 17. júní og gestirnir urðu ekki fyrir vonbrigðum. Vá hvað hún var góð! Tilvalið að skella í þessa og njóta hennar yfir fótboltanum eða með helgarkaffinu ;) IMG_3881

IMG_2449IMG_2451IMG_2455IMG_3873IMG_3874IMG_3891IMG_3895IMG_3907IMG_3911IMG_3927IMG_3919IMG_3932

Nutellabomba með salt-karamellukremi
Print
Nutellabomba
 1. 1 og 2/3 bolli hveiti (ca. 200 grömm)
 2. 1 ½ bolli sykur (ca. 280 grömm)
 3. 1 og 1/4 tsk matarsódi
 4. 1 tsk salt
 5. 1/3 bolli kakó (ca. 30 grömm)
 6. 1/2 bolli mjólk
 7. 125 gr smjörlíki – lint eða brætt í potti
 8. 3 egg
 9. 50 gr Nutella
Salt karamellu-nutella krem
 1. 150 gr sykur
 2. 70 gr smjör
 3. 90 ml rjómi + 3 msk
 4. 120 gr Nutella
 5. 1 og ½ tsk sjávarsalt
Nutellabomba
 1. Hrærið saman sykri, smjörlíki og eggjum.
 2. Sigtið hveiti, matarsóda, salt og kakó saman og blandið við.
 3. Hellið mjólkinni út í og hrærið allt saman.
 4. Hærið í blöndunni ca. 2 mínútur og bætið þá Nutella út í og hrærið betur.
 5. Kakan er bökuð við 180 gráður í 25-30 mín eða þar til þú getur stungið prjón í hana og hann kemur hreinn út.
Salt karamellu-nutella krem
 1. Byrjið á því að setja sykurinn í pott. Hitið sykurinn við vægan hita og fylgist vel með honum. Sykurinn byrjar á því að mynda kekki en mun að lokum bráðna og breytast í þykkan brúnan vökva.
 2. Þegar sykurinn er alveg bráðnaður skaltu bæta smjörinu við. Gerðu það samt varlega vegna þess að þegar því er bætt við kraumar karamellan og auðvelt er að brenna sig. Hrærðu í 2-3 mínútur þar til smjörið er allt bráðnað.
 3. Að því loknu skaltu hella 90 ml af rjóma mjög varlega við blönduna. Vegna þess að rjóminn er kaldari en karamellublandan þá mun hún krauma mikið þegar rjómanum er bætt út í.
 4. Leyfðu blöndunni að sjóða í smástund, 1-3 mínútur, lengur ef hún er í þynnri kantinum. Passið ykkur bara að brenna hana ekki.
 5. Taktu blönduna af hellunni og bættu við sjávarsalti.
 6. Leyfið karamellunni að kólna alveg.
 7. Þegar karamellan er orðin köld setjið hana þá í skál og þeytið hana í ca. 2 mín.
 8. Að því loknu bætið þið við Nutella og 2 msk af rjóma og hrærið vel saman.
 9. Þegar þið hafið hrært í blöndunni í ca. 3 mín bætið þá síðustu matskeiðinni af rjómanum við og hrærið. Kremið ætti að verða létt og mjúkt.
 10. Skellið kreminu á kökuna þegar hún er orðin alveg köld.
Notes
 1. Ég mæli með því að bera kökuna fram með rjóma :)
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smörrebröd í Kaupmannahöfn
Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd... eða það myndi allavega daninn se...
Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
powered by RelatedPosts