Möndlukaka

Jæja þá er ég mætt aftur á bloggið eftir æðislegt sumarfrí. Ég fór í smá ferðalag til USA en ég ætla að segja ykkur betur frá þeirri ferð á næstu dögum og sýna ykkur nokkrar myndir af öllum góða matnum sem ég borðaði ;) Í næstu viku ætla ég líka að vera með smá gjafaleik! En fyrst langar mig að gefa ykkur uppskrift af þessari æðislegu möndluköku. Uppskriftina fékk ég frá konu sem ég vann með sem var svo yndisleg að leyfa mér að deila henni með ykkur. Þessi kaka er svo auðveld og svo góð að það er eiginlega ótrúlegt! Mæli alveg innilega með þessari, hún er í miklu uppáhaldi hjá mér!

IMG_4152

IMG_4178IMG_4198

Möndlukaka
Print
Möndlukaka
 1. 150 gr sykur
 2. 2 egg
 3. 175 gr smjörlíki við stofuhita
 4. 250 gr hveiti
 5. 1 dl mjólk
 6. 1,5 tsk lyftiduft
 7. 1 tsk möndludropar
Glassúr
 1. 280 gr flórsykur
 2. 3-4 msk mjólk
 3. Rauður matarlitur
Möndukaka
 1. Sykri, eggjum og smjörlíki er hrært saman þar til blandan verður létt.
 2. Rest af hráefnum bætt við og hrært vel.
 3. Bakað við 180°C í 40 mín.
Glassúr
 1. Öllu hrært saman.
 2. Glassúrinn er settur á kökuna meðan hún er ennþá volg.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.