Mississippi Mud Cake

IMG_3258

Ef þið eruð einhverntímann í stuði fyrir djúsí köku þá er þetta rétta kakan fyrir ykkur, klístruð og sæt kaloríubomba! Ég bakaði hana í fyrsta skipti um helgina og allir sem smökkuðu hana hjá mér elskuðu hana. Uppskriftin af kökunni sjálfri er líka æðisleg og ég mæli með því að nota hana ef ykkur langar frekar að búa til venjulega súkkulaðiköku, hún er ótrúlega mjúk og góð. Eins og þið sjáið á myndunum þá notaði ég litla sykurpúða í þessa uppskrift en þá keypti ég í Söstrene Grene, þar fást 150 gr pokar af litlum sykurpúðum.
Áður en ég gef ykkur uppskriftina langar mig samt að segja ykkur frá því að í nýjasta tölublaði Nýs Lífs birti ég girnilegar uppskriftir sem eru tilvaldar í saumakúbbinn eða sumarpartýin, endilega skoðið það ef þið hafið áhuga :)
IMG_3214IMG_3218IMG_3225IMG_3247IMG_3261IMG_3297IMG_3298

Mississippi Mud Cake
Print
Kakan
 1. 200 gr hveiti
 2. 280 gr sykur
 3. 1 og ¼ tsk matarsódi
 4. 1 tsk salt
 5. 50 gr kakó
 6. 125 gr smjörlíki - lint
 7. 3 egg
 8. 1 tsk vanilludropar
 9. 100 ml mjólk
Ofan á köku
 1. 300 gr litlir sykurpúðar
Krem ofan á sykurpúðana
 1. 100 gr smjör
 2. 100 gr suðusúkkulaði
 3. 1 msk kakó
 4. 80 ml mjólk
 5. 1 tsk vanilludropar
 6. 450 gr flórsykur
Kakan
 1. Hrærið saman sykri, smjörlíki, vanilludropum og eggjum.
 2. Sigtið hveiti, matarsóda, salt og kakó saman og blandið við.
 3. Hellið mjólkinni út í og hrærið allt saman.
 4. Kakan er bökuð við 180 gráður í 25-30 mín eða þar til þú getur stungið prjón í hana og hann kemur hreinn út.
Ofan á köku
 1. Dreifið sykurpúðunum jafnt ofan á kökuna um leið og hún kemur úr ofninum.
 2. Að því loknu fer kakan aftur inn í ofn í 3-4 mínútur eða þar til sykurpúðarnir bólgna.
 3. Leyfið kökunni aðeins að kólna áður en þið setjið kremið á.
Krem ofan á sykurpúðana
 1. Bræðið smiörið og suðusúkkulaðið í potti.
 2. Þegar smjörið og súkkulaðið er bráðnað saman bætið þá kakói, mjólk og vanilludropum í pottinn og pískið í 2-3 mínútur eða þar til blandan þykknar aðeins.
 3. Setjið flórsykurinn í stóra skál og hrærið blöndunni úr pottinum við flórsykurinn.
 4. Þegar kremið er tilbúið ætti það að vera volgt og þess vegna er best að hella því strax yfir kökuna.
 5. Setjið kökuna í ískáp í 30-60 mín áður en hún er borin fram. Þetta skref er reyndar ekki nauðsynlegt en það verður auðveldara að skera kökuna ef hún fær aðeins að kólna.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/

 -Heiðrún

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smörrebröd í Kaupmannahöfn
Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd... eða það myndi allavega daninn se...
Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
powered by RelatedPosts