Marengsbomba með salt-karamellu

Jæja þá komið að næstu uppskrift :) Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift af alvöru marengsbombu með salt-karamellu, alveg jafn gott og það hljómar! Ég bý stundum til þessa bombu þegar ég býð fólki í mat og hef hana í eftirrétt, hingað til hefur hún ekki klikkað ;) Mæli svo sannarlega með!

IMG_5658

IMG_5665

IMG_5667

IMG_5671

IMG_5676

IMG_5682

IMG_5687

IMG_5689

IMG_5695

Marengsbomba með salt-karamellu
Print
Marengsbotnar
 1. 6 eggjahvítur (5 er nóg ef eggin eru stór)
 2. 250 gr sykur
 3. 3-4 bollar Corn Flakes
Fylling á milli botna
 1. 500 ml rjómi
 2. 300 gr Nóa-Kropp
Salt-karamella
 1. 55 gr smjör
 2. 50 gr púðursykur
 3. 30 ml rjómi (má líka nota mjólk)
 4. Salt eftir smekk
Marengsbotnar
 1. Stífþeytið eggjahvíturnar
 2. Bætið sykrinum smátt og smátt við eggjahvíturnar, hrærið þar til marengsinn verður stífur.
 3. Hrærið Corn Flakes varlega við blönduna þegar hún er tilbúin.
 4. Teiknið 2 hringi á smjörpappír. Hver hringur á að vera ca 22-23 cm.
 5. Skiptið marengsnum jafn á hringina og dreifið úr honum.
 6. Bakið við 130°C í ca. 50 mínútur
 7. Leyfið marengsnum að kólna í ofninum.
Fylling á milli botna
 1. Þeytið rjómann.
 2. Hrærið Nóa Kroppinu við rjómann.
 3. Þegar marengsbotnarnir hafa kólnað setjið þá rjómann á annan botninn og setjið hinn ofan á.
Salt-karamella
 1. Byrjið á því að setja sykurinn í pott. Hitið sykurinn við vægan hita og fylgist vel með honum. Sykurinn byrjar á því að mynda kekki en mun að lokum bráðna og breytast í þykkan brúnan vökva.
 2. Þegar sykurinn er alveg bráðnaður skaltu bæta smjörinu við. Gerðu það samt varlega vegna þess að þegar því er bætt við kraumar karamellan og auðvelt er að brenna sig. Hrærðu í 2-3 mínútur þar til smjörið er allt bráðnað.
 3. Að því loknu skaltu hella rjómanum mjög varlega við blönduna. Vegna þess að rjóminn er mun kaldari en karamellublandan þá mun hún krauma mikið þegar rjómanum er bætt út í.
 4. Leyfðu blöndunni að sjóða í smástund, 1-3 mínútur, lengur ef hún er í þynnri kantinum. Passið ykkur bara að brenna hana ekki.
 5. Taktu blönduna af hellunni og bættu við sjávarsalti.
 6. Leyfið blöndunni að kólna alveg áður en þið hellið karamellunni ofan á marengsinn.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smörrebröd í Kaupmannahöfn
Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd... eða það myndi allavega daninn se...
Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
powered by RelatedPosts