4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Lucky Charms nammibitar

Ég, eins og örugglega fleiri, elska Lucky Charms! Samt borða ég það ekki nema 1-2 x á ári, þetta er svona spari morgunmatur fyrir mér sem ég leyfi mér þegar ég fer í sveitina á sumrin eða um jólin. Í fyrra fór ég til Bandaríkjanna og sá að það var verið að selja Lucky Charms stykki í búðunum og stóðst ekki mátið og keypti mér eitt stykki. Það var svo hrikalega gott að í haust ákvað ég að prófa að búa mér til svoleiðis sjálf heima. Það heppnaðist mjög vel og var eiginlega betra en það sem ég keypti mér úti. Fallegir og litríkir nammibitar sem tilvalið er að búa til fyrir páskana.

IMG_0932IMG_0941IMG_0959IMG_0975

IMG_0969

Lucky Charms nammibitar
Print
Ingredients
 1. 250 gr sykurpúðar
 2. 60 gr smjör
 3. 6-7 bollar Lucky Charms
 4. 150 gr hvítt súkkulaði.
Instructions
 1. Sykurpúðarnir og smjörið er sett í pott og brætt saman við vægan hita. Það tekur svolítinn tíma að bræða smjörið og sykurpúðana saman, hærið í á meðan og passa að blandan brenni ekki.
 2. Lucky Charms er bætt við blönduna þegar smjörið og sykurpúðarnir hafa bráðnað saman. Blandan verður svolítið klístruð en það lagast þegar búið er að hræra saman.
 3. Spreyið olíu í formið sem þið ætlið að nota.
 4. Setjið blönduna í formið og þrýstið létt á hana með fingrunum til að hún verði þéttari. Getið líka notað sleif til að gera þetta en þá þarf helst að smyrja sleifina líka.
 5. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði.
 6. Hellið hvíta súkkulaðinu yfir Lucky Charms blönduna.
 7. Setjið formið inn í ískáp í 1-2 klst eða þar til súkkulaðið er orðið hart.
 8. Skerið í litla bita og berið fram.
Notes
 1. Bitarnir geymast við stofuhita í allt að viku.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Omnom súkkulaðiskólinn
Ég kom karlinum á óvart í desember síðastliðnum og tók hann með mér í súkkulaðiskólann hjá Omnom. Þar lærðum við allt um framleiðsl...
- Jólalakkrísinn frá Hafliða -
Ég skrapp á jólakvöld Garðheima þegar það var haldið í byrjun nóvember og kom heim með eina dollu af jólalakkrísnum frá Hafliða. Í fyrra keyp...
Konfekt með þrenns konar fyllingu: Hockey Pulver, saltkaramellu og piparmyntu
Uppskriftin hefur verið uppfærð frá fyrstu birtingu Eins og ég lofaði í síðustu viku þá ætla ég að birta fyrstu jólauppskriftina í dag. Um...
powered by RelatedPosts