Laxabollur

Það er svo vorlegt úti þessa dagana og í tilefni þess skellti ég í þennan vorlega laxarétt. Þessi réttur kom mér á óvart, hann var svo ótrúlega góður. Svo skemmir það ekki fyrir að hann er mjög auðveldur og í hollari kantinum. Ég bar laxabollurnar fram með kús kús, tómat-og fetaost salati og sósu úr grískri jógúrt, uppskriftin af henni er hér fyrir neðan. Annars er líka mjög gott að bera þetta fram með sweet chili sósu.  

IMG_1901IMG_1903IMG_1905IMG_1917IMG_1923IMG_1943

Laxabollur
Print
Laxabollur
 1. 500 gr lax
 2. 4 sneiðar af franskbrauði
 3. 2 hvítlauksrif
 4. 2 vorlaukar
 5. ½ tsk paprikuduft
 6. ½ chili – fræhreinsað
 7. 1 egg
 8. Salt og pipar eftir smekk
Sósan
 1. 170 gr grísk jógúrt
 2. 1 matskeið dill (ferskt eða þurrkað)
 3. ½ tsk sítrónubörkur
 4. 1 matskeið sítrónusafi
 5. ½ tsk pipar
Instructions
 1. Laxinn er skorinn í litla bita og settur í matvinnsluvél þar sem hann er hakkaður. Passið ykkur samt að hakka hann ekki of mikið, ekki í mauk.
 2. Laxinn er settur í skál.
 3. Franskbrauðið er ristað og hakkað smátt í matvinnsluvélinni. Brauðið fer í skálina með laxinum.
 4. Hvítlauksrifin eru pressuð
 5. Vorlaukur er saxaður
 6. Chili er skorið smátt
 7. Hvítlaukur, vorlaukur og chili er sett í skálina með brauðinu og laxinum ásamt paprikudufti, eggi og salti og pipar.
 8. Hrærið öllu saman.
 9. Búið til kúlur, aðeins minni en golfkúlur á stærð, og komið fyrir í eldföstu móti sem hefur verið smurt með olíu.
 10. Bakið við 180°C í um það bil 20-22 mínútur.
Notes
 1. Ég fékk 16 bollur úr uppskriftinni.
 2. Fyrir 3-4.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Besta ráðið fyrir nýja skó
Góðan dag! Í dag langar mér að deila með þér mínu besta ráði fyrir nýja skó. Ég hef nú oftar en einu sinni brennt mig á því að kaupa skó sem ...
Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Hvað er hægt að gera á Krít: Ferðablogg
Þið sem eruð að fylgja mér á Instagram tókuð eflaust eftir því að ég varði páskafríinu mínu á Krít á Grikklandi í borginni Chania. Við áttum ...
powered by RelatedPosts