1   44
2   45
14   46
7   44
0   48
5   80
0   33
0   43
3   47
4   65

Laxabollur

Það er svo vorlegt úti þessa dagana og í tilefni þess skellti ég í þennan vorlega laxarétt. Þessi réttur kom mér á óvart, hann var svo ótrúlega góður. Svo skemmir það ekki fyrir að hann er mjög auðveldur og í hollari kantinum. Ég bar laxabollurnar fram með kús kús, tómat-og fetaost salati og sósu úr grískri jógúrt, uppskriftin af henni er hér fyrir neðan. Annars er líka mjög gott að bera þetta fram með sweet chili sósu.  

IMG_1901IMG_1903IMG_1905IMG_1917IMG_1923IMG_1943

Laxabollur
Print
Laxabollur
 1. 500 gr lax
 2. 4 sneiðar af franskbrauði
 3. 2 hvítlauksrif
 4. 2 vorlaukar
 5. ½ tsk paprikuduft
 6. ½ chili – fræhreinsað
 7. 1 egg
 8. Salt og pipar eftir smekk
Sósan
 1. 170 gr grísk jógúrt
 2. 1 matskeið dill (ferskt eða þurrkað)
 3. ½ tsk sítrónubörkur
 4. 1 matskeið sítrónusafi
 5. ½ tsk pipar
Instructions
 1. Laxinn er skorinn í litla bita og settur í matvinnsluvél þar sem hann er hakkaður. Passið ykkur samt að hakka hann ekki of mikið, ekki í mauk.
 2. Laxinn er settur í skál.
 3. Franskbrauðið er ristað og hakkað smátt í matvinnsluvélinni. Brauðið fer í skálina með laxinum.
 4. Hvítlauksrifin eru pressuð
 5. Vorlaukur er saxaður
 6. Chili er skorið smátt
 7. Hvítlaukur, vorlaukur og chili er sett í skálina með brauðinu og laxinum ásamt paprikudufti, eggi og salti og pipar.
 8. Hrærið öllu saman.
 9. Búið til kúlur, aðeins minni en golfkúlur á stærð, og komið fyrir í eldföstu móti sem hefur verið smurt með olíu.
 10. Bakið við 180°C í um það bil 20-22 mínútur.
Notes
 1. Ég fékk 16 bollur úr uppskriftinni.
 2. Fyrir 3-4.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Bollur fylltar með vanillubúðing
Ef þið vissuð það ekki nú þegar þá er systir mín algjör snillingur þegar kemur að bakstri. Nú þegar bolludagurinn nálgast er þá ekki tilvalið a...
Siracha Pulled kjúklinga samlokur
Ég elska sterkan mat! Ég vil helst hafa hann það sterkan að hann fær munninn minn til að loga. Það skemmtilegasta til dæmis við að borða sushi fy...
Royal Copenhagen Outlet
Nú grunar mig að margir Royal Copenhagen aðdáendur hoppi hæð sína þegar þeir lesa titilinn á þessari grein. Einn kostur við að búa í Kaupmannahöf...
powered by RelatedPosts