3   45
3   40
1167   353
0   47
0   41
10   58
1   50
0   61
5   68
3   71

Karamellu-og súkkulaðibitakaka

img_5001Ég bakaði þessa köku fyrir kaffiboð sem ég hélt fyrr í haust. Ótrúlega góð og kemur skemmtilega á óvart, mæli með þessari ;)

img_4980img_4998img_5005img_5022

Karamellu- og súkkulaðibitakaka
Print
Ingredients
 1. 230 gr smjör – brætt
 2. 140 gr púðursykur
 3. 190 gr sykur
 4. 1 stórt egg
 5. 2 eggjarauður
 6. 2 tsk vanilludropar
 7. 260 gr hveiti
 8. ½ tsk salt
 9. 150 gr súkkulaðidropar eða saxað suðusúkkulaði
 10. 150 gr karamellukurl frá Nóa Síríus
Instructions
 1. Bræðið smjörið.
 2. Hrærið smjöri, púðursykri og sykri vel saman.
 3. Bætið við eggi, eggjarauðum og vanillidropum og hrærið áfram.
 4. Hrærið hveitinu og salti saman við blönduna. Passið þó að hræra ekki of lengi, það er mikilvægt að ofblanda ekki blönduna.
 5. Bætið súkkulaðinu og karamellukurlinu við í lokin.
 6. Setjið blönduna í form sem búið er að smyrja.
 7. Bakið við 180°C í 35-40 mínútur eða þar til kakan er orðin gullinbrún.
 8. Leyfið kökunni að kólna í ca klukkutíma áður en hún er borin fram
Notes
 1. Gott að geyma nokkra súkkulaðidropa/bita og raða á kökuna þegar hún kemur út úr ofninum.
 2. Ég mæli með því að bera kökuna fram með rjóma.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/

-Heiðrún 

Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Besta ráðið fyrir nýja skó
Góðan dag! Í dag langar mér að deila með þér mínu besta ráði fyrir nýja skó. Ég hef nú oftar en einu sinni brennt mig á því að kaupa skó sem ...
Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Hvað er hægt að gera á Krít: Ferðablogg
Þið sem eruð að fylgja mér á Instagram tókuð eflaust eftir því að ég varði páskafríinu mínu á Krít á Grikklandi í borginni Chania. Við áttum ...
powered by RelatedPosts