4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Kanilbrauð

Ég verð að viðurkenna eitt! Þrátt fyrir það að nóvember sé bara rétt hálfnaður er ég komin í aðeins of mikið jólaskap! Ég elska að sjá jólaseríur á húsunum og ég elska að heyra jólalög í útvarpinu! Ég er líka svo spennt að byrja að baka fyrir jólin en ég ætla einmitt að vera dugleg að birta jólauppskriftir hér á síðunni næstu vikurnar. Það er voða gaman að vera matarbloggari á þessum tíma, þá hef ég góða afsökun til að byrja snemma á jólabakstrinum ;) Ég hvet ykkur því til að fylgjast vel mér á blogginu því ég ætla að reyna að birta fyrstu jólauppskriftina strax um næstu helgi! 
En fyrst ætla ég að gefa ykkur uppskrift af æðislegu kanilbrauði. Ég bakaði þetta brauð reyndar fyrr í sumar en gleymdi bara alltaf að birta uppskriftina! Ég skal alveg játa það að þetta kanilbrauð er ekki alveg auðveldasta uppskriftin sem ég hef birt en það er bara svo ótrúlega gott að það er alveg þess virði að eyða smá tíma í eldhúsinu. Brauðið er sérstaklega gott þegar það er nýkomið úr ofninum, þá er það svo mjúkt og bráðnar bara upp í munninum! Skoðið myndirnar sem ég læt fylgja með vel þegar þið fylgið uppskriftinni, hún kann að hljóma flókin en myndirnar ættu að skýra margt.

img_2192img_2194img_2206img_2210img_2217img_2226img_2229img_2231img_2237img_2239img_2247img_2249
img_2253img_2258img_2260img_2261img_2342img_2392img_2393img_2398img_2401

Kanilbrauð
Print
Deigið
 1. 2 og ¾ bolli hveiti + 2 matskeiðar hveiti
 2. ¼ bolli sykur
 3. 2 og ½ tsk ger (það er ca 1 lítill pakki)
 4. ½ tsk salt
 5. 60 gr sykur
 6. 60 gr smjör
 7. 1/3 bolli mjólk
 8. ¼ bolli vatn
 9. 2 stór egg við stofuhita
 10. 1 tsk vanilludropar
Fyllingin
 1. 1 bolli sykur
 2. 2 tsk kanill
 3. ½ tsk múskat (má sleppa)
 4. 60 gr smjör, brætt þar til það verður brúnleitt
Deigið
 1. Hrærið saman 2 bollum af hveiti, sykrinum, gerinu og saltinu í stóra skál. Setjið til hliðar.
 2. Pískið eggin og setjið til hliðar.
 3. Bræðið saman mjólk og smjör í potti. Um leið og smjörið er bráðnað takið þá pottinn þá af hitanum og bætið við vatni og vanilludropum. Látið blönduna standa í 1-2 mínútur.
 4. Hellið mjólkurblöndunni í stóru skálina með þurrefnunum og hrærið saman með sleif.
 5. Bætið við eggjunum og hrærið í þar til eggin hafa alveg blandast við. Það tekur svolítinn tíma að hræra eggin við, þó það líti út fyrir að þau viji ekki blandast saman við ætti það að takast á endanum.
 6. Bætið við því sem eftir var af hveitinu eða ¾ bolla, við blönduna og hrærið í 2 mínútur. Blandan ætti að vera nokkuð klístruð.
 7. Smyrjið aðra skál að innan með smjöri og færið deigið í þá skál þegar búið er að hræra því vel saman.
 8. Látið deigið standa undir viskustykki í nýju skálinni í 45-60 mínútur.
Fylling
 1. Á meðan deigið er að hefast er fyllingin gerð.
 2. Hrærið saman sykrinum, kanilnum og múskatinu og setjið til hliðar.
 3. Bræðið smjörið þar til það verður brúnleitt. Það þarf að láta það sjóða í smástund til að það gerist, passið bara að það brenni ekki við. Setjið til hliðar.
Næstu skref
 1. Smyrjið formið sem þið ætlið að nota. Formið sem ég nota er ca 26x13.
 2. Þegar deigið er búið að hefast í 45-60 mínútur skuluð þið taka loftið úr því eins og þið getið með því að þrýsta létt á deigið. Hnoðið svo restinni af hveitinu eða 2 matskeiðum við deigið. Þegar þið eruð búin að því þá skuluð þið setja viskustykkið aftur yfir skálina og leyfið því að liggja í 5 mínútur í viðbót.
 3. Að því loknu skuluð þið strá hveiti á þann flöt sem þið ætlið að nota og fletja deigið út. Þegar þið eruð búin að fletja það út er gott að miða við það að deigið ætti að vera ca 30x50 cm. Þetta er samt bara viðmið og ef þú nærð ekki að fletja deigið svona mikið út þá er það allt í lagi, fletjið það bara eins mikið út og þið getið.
 4. Notið pensil og smyrjið brúnaða smjörinu á flatt deigið.
 5. Stráið sykrinum, kanilnum og múskatinu yfir deigið. Þetta kann að virðast svolítið mikill sykur en það er allt í lagi, það er bara betra 
 6. Skerið deigið lóðrétt í jafnstórar ræmur eins og sést á mynd hér að ofan. Fletjið allt aukadeig út og skerið það einnig í ræmur. Ég sker vanalega í 3-4 ræmur í einu, flet svo deigið út og sker í aðrar 3-4 ræmur.
 7. Staflið ræmunum ofan á hvor aðra (3-4 ræmur) og að því loknu skuluð þið skera þær í 3-4 jafnstóra hluta. Skoðið myndirnar hér að ofan vel, þær sýna betur hvað átt er við.
 8. Leggðu bitana í formið eins og sést á myndinni að ofan. Bitarnir eiga að „standa“ í forminu.
 9. Leggið viskustykki yfir formið og leyfið deiginu að standa í 30-45 mínútur eða þar til það hefur stækkað.
 10. Hitið ofninn í 180 °C. Setjið formið inn í miðjan ofn og bakið í 30-35 mínútur eða þar til deigið er orðið gullinbrúnt. Allt í lagi þó að toppurinn á brauðinu sé í dekkri kantinum, það þýðir bara að deigið sé eldað í miðjunni. Ég nota stundum prjón til að athuga hvort brauðið sé tilbúið.
 11. Þegar brauðið er tilbúið takið það þá úr ofninu og leyfið því að standa í forminu í ac 20-30 mínútur. Losið það úr forminu með hníf.
Notes
 1. Brauðið er best þegar það er nýbakað en það geymist við stofuhita í 2 daga.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smörrebröd í Kaupmannahöfn
Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd... eða það myndi allavega daninn se...
Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
powered by RelatedPosts