Jólabrownie

Næsta jólauppskrift sem ég ætla að deila með ykkur er af ótrúlega gómsætri og fallegri jólabrownie. Eitt af mínu uppáhaldsjólanammi er Peppermint Bark, ef þið vitið ekki hvað það er þá getið þið séð það hér. Þessi brownie er eiginlega önnur útgáfa af Peppermint Bark, í staðinn fyrir dökkt súkkulaði er ljúffeng brownie. Mæli svo sannarlega með þessari!

img_4713-copyimg_4713img_4715

Jólabrownie
Print
Brownie
 1. 120 gr íslenskt smjör
 2. 100 gr suðusúkkulaði (1 plata)
 3. 2 egg
 4. 150 gr sykur
 5. 60 gr hveiti
 6. 30 gr kakó
Krem
 1. 200 gr hvítt súkkulaði (Mér finnst hvíta súkkulaðið frá Wilton vera best)
 2. 40 gr smjör
 3. 10-15 Bismark brjóstsykrar
Brownie
 1. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman við vægan hita.
 2. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan verður hvít og létt.
 3. Bætið súkkulaði-og smjörblöndunni varlega saman við eggin og sykurinn.
 4. Sigtið hveiti og kakó saman við og hrærið.
 5. Mér finnst alltaf best að setja smjörpappír í formið sem ég nota, brownies eru oftast klístraðar og erfitt að ná þeim úr forminu ef smjörpappír er ekki notaður.
 6. Bakið við 180°C í 30-35 mín. Ég baka mína þetta lengi vegna þess að ég vil ekki hafa hana of blauta, mér finnst hún verða alveg fullkomin þegar ég baka hana í þennan tíma.
Krem
 1. Hvíta súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði.
 2. Smjörinu bætt við þegar súkkulaðið hefur bráðnað og er ennþá heitt.
 3. Brjótið brjóstsykrana smátt í morteli og stráið yfir súkkulaðið áður en það harðnar.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smörrebröd í Kaupmannahöfn
Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd... eða það myndi allavega daninn se...
Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
powered by RelatedPosts