Jarðaberja-límónaði

IMG_3186

Ég elska þetta sumar sem er í loftinu! Ég skellti í jarðaberja-límónaði í gær í tilefni þess hversu gott veður var úti og varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég held meira að segja að þetta verði sumarkokteilinn þetta árið því ég er nokkuð viss um að ég komi til með að búa hann aftur til fyrir partý sumarsins. Ef ykkur vantar svaladrykk á sólríkum degi eða góðan kokteil í partýið (örugglega mjög gott að bæta í hann smá rommi) þá mæli ég klárlega með þessum. Uppskriftin kemur frá Deliciously Sprinkled.

IMG_3120IMG_3123IMG_3124IMG_3133IMG_3138IMG_3147IMG_3159IMG_3198IMG_3203

IMG_3188

Jarðaberja-límonaði
Print
Ingredients
 1. 1 bolli vatn
 2. 1 bolli sykur
 3. 2 bollar jarðarber (það er ca 230-240 gr)
 4. 1 og ½ bolli sítrónusafi (það er safi úr ca 6 sítrónum)
 5. 6 bollar kalt vatn
 6. Klakar
 7. Jarðaber til skreytinga
Instructions
 1. 1 bolli vatn og sykur er sett saman í pott og hitað þar til farið er að sjóða. Leyfið blöndunni að sjóða í ca 5-7 mínútur.
 2. Blandan þarf að fá að kólna þar til hún verður við stofuhita, ég set pottinn vanalega í ískápinn, þá tekur það styttri tíma. Sykurvatnið verður að þunnu sírópi.
 3. Skerið jarðaberin í bita, setjið í matvinnsluvél og maukið þau vel.
 4. Kreistið sítrónurnar og mælið 1 og ½ bolla af sítrónusafa.
 5. Blandið maukuðu jarðaberjunum og sítrónusafanum saman við sykurvatnið. Hrærið vel saman (mér finnst best að píska allt saman).
 6. Hellið 6 bollum af köldu vatni í stóra könnu.
 7. Blandið jarðaberja- og sítrónublöndunni ykkar við vatnið og hrærið í með sleif.
 8. Setjið fullt af klökum í könnuna og skerið niður jarðaber til að setja ofan í.
Notes
 1. Uppskriftin er ca. 2,5 L.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Besta ráðið fyrir nýja skó
Góðan dag! Í dag langar mér að deila með þér mínu besta ráði fyrir nýja skó. Ég hef nú oftar en einu sinni brennt mig á því að kaupa skó sem ...
Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Hvað er hægt að gera á Krít: Ferðablogg
Þið sem eruð að fylgja mér á Instagram tókuð eflaust eftir því að ég varði páskafríinu mínu á Krít á Grikklandi í borginni Chania. Við áttum ...
powered by RelatedPosts