4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Hvít súkkulaði rice krispies með súkkulaðirjóma

IMG_3842 - Copy

Um helgina bakaði ég eina af mínum uppáhaldskökum, hvít-súkkulaði rice krispies með súkkulaðirjóma. Ég veit fátt betra en góða rice krispies köku og þessi útgáfa er ein sú besta. Ég nota lítinn pela af rjóma en það má auðvitað nota stóran pela ef þið viljið meiri rjóma, munið þá bara að bæta við súkkulaði líka :) Ég mæli með þessari, hún slær alltaf í gegn hjá þeim sem smakka hana hjá mér, þið verðið örugglega ekki fyrir vonbrigðum :) 
IMG_3706IMG_3707IMG_3711IMG_3743IMG_3746IMG_3800IMG_3802IMG_3809IMG_3811IMG_3854IMG_3851 - Copy

 

Hvít-súkkulaði rice krispies með súkkulaðirjóma
Print
Hvít-súkkulaði rice krispies
 1. 70 gr. ísl. smjör
 2. 250 gr. hvítt súkkulaði
 3. 5 msk. síróp.
 4. 5-6 bollar af rice krispies
Súkkulaðirjómi
 1. 40 gr suðusúkkulaði – ég nota súkkulaðidropa
 2. 2,5 dl rjómi (lítill peli)
Hvít-súkkulaði rice krispies
 1. Smjör og hvítt súkkulaði er brætt saman við vægan hita.
 2. Bætið sírópinu við, einni matskeið í einu. Það þarf að hræra sírópið vel við súkklaði-og smjörblönduna, hræra hverja matskeið fyrir sig. Smjörið getur nefninlega skilið sig frá og þess vegna er mikilvægt að hræra vel.
 3. Ef þið sjáið að smjörið fer að skilja sig frá blöndunni þá þurfiði samt ekki að hafa áhyggjur, það þýðir bara að þið þurfið að hræra betur í blöndunni. Ég mæli með því að nota písk til að hræra, þá náiði að blanda betur saman.
 4. Rice krispies er hrært saman við blönduna.
 5. Sett í form og kælt í ca. klst.
Súkkulaðirjómi
 1. 2 msk af rjóma (takið bara úr pelanum) og suðusúkkulaði er brætt saman við vægan hita. Ég mæli með því að hræra í á meðan svo blandan brenni ekki við.
 2. Súkkulaði-og rjómablandan verður að fá að kólna alveg áður en rjóminn er þeyttur.
 3. Þegar blandan er orðin köld hellið henni þá í skál og hellið svo restinni af rjómanum í skálina.
 4. Þeytið eins og þið væruð að þeyta venjulegan rjóma.
 5. Rjóminn fer ofan á rice krispies kökuna.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/

 -Heiðrún

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Omnom súkkulaðiskólinn
Ég kom karlinum á óvart í desember síðastliðnum og tók hann með mér í súkkulaðiskólann hjá Omnom. Þar lærðum við allt um framleiðsl...
Heimsins bestu súkkulaðibitakökur
Ég held að flestir sem hafa gaman af því að baka eigi sér uppáhaldsuppskrift af súkkulaðibitakökum. Þessi uppskrift er mín uppáhalds, ég elsk...
- Jólalakkrísinn frá Hafliða -
Ég skrapp á jólakvöld Garðheima þegar það var haldið í byrjun nóvember og kom heim með eina dollu af jólalakkrísnum frá Hafliða. Í fyrra keyp...
powered by RelatedPosts