Heimsins bestu súkkulaðibitakökur

Ég held að flestir sem hafa gaman af því að baka eigi sér uppáhaldsuppskrift af súkkulaðibitakökum. Þessi uppskrift er mín uppáhalds, ég elska þessar súkkuklaðibitakökur! Stökkar að utan og mjúkar innan í, stútfullar af súkkulaði. Þær eru líka ótrúlega auðveldar og fljótlegar, tekur enga stund að skella í skammt af kökum. Mæli með! :)

Heimsins bestu súkkulaðibitakökur á kökudiski.

Nærmynd af heimsins bestu súkkulaðibitakökunum

Heimsins bestu súkkulaðibitakökurnar fullar af súkkulaði

Súkkulaðibitakökur á diski

Manneskja heldur á súkkulaðibitaköku fyrir ofan disk af súkkulaðibitakökum

Heimsins bestu súkkulaðibitakökur
Print
Ingredients
 1. 230 gr smjör
 2. 140 gr sykur
 3. 170 gr púðursykur
 4. 1 tsk vanilludropar
 5. 2 stór egg
 6. 1 tsk matarsódi
 7. 330 gr hveiti
 8. 1 tsk salt
 9. 300-350 gr súkkulaðidropar eða saxað suðusúkkulaði
Instructions
 1. 300-350 gr súkkulaðidropar eða saxað suðusúkkulaði
 2. Byrjið á því að hræra saman smjöri, sykri, púðursykri, vanilludropum og eggjum. Hrærið vel þar til blandan verður létt og „fluffy“.
 3. Bætið næst restinni af hráefninu við blönduna (hveitinu, matarsódanum og saltinu) og hrærið.
 4. Að lokum hrærið þið súkkulaðibitunum í blönduna.
 5. Búið til litlar kúlur úr deiginu og komið fyrir á smjörpappír á ofnplötu.
 6. Hitið ofninn á 180°C.
 7. Bakið súkkulaðibitakökurnar í 9-11 mínútur. Passið að baka þær ekki of lengi, þá verða þær harðar, þær eru alltaf betri þegar þær eru mjúkar í miðjunni ;)
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Ég lofa þið verðið ekki fyrir vonbrigðum ef þið prófið að baka þessar súkkulaðibitakökur.

Þar til næst þá getið þið skoðað fleiri uppskriftir hér. Þar getið þið til dæmis séð fleiri frábærar uppskriftir að súkkulaðibitakökum eins og þessa af mjúkum súkkulaðibitakökum eða þessa hér að bestu dökku súkkulaðibitakökunum með hvítu súkkulaði.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Konfekt með þrenns konar fyllingu: Hockey Pulver, saltkaramellu og piparmyntu
Uppskriftin hefur verið uppfærð frá fyrstu birtingu Eins og ég lofaði í síðustu viku þá ætla ég að birta fyrstu jólauppskriftina í dag. Um...
Salt-karamellu súkkulaðikaka
Ég elska að prófa nýjar uppskriftir, það er í alvöru eitt það skemmtilegasta sem ég geri! Mér finnst eitthvað svo róandi við það að dúlla...
Mjúkar súkkulaðibitakökur
Enn ein súkkulaðibitaköku-uppskriftin, ég bara fæ ekki nóg! ;) Ég bakaði þessar síðustu helgi með kaffinu og þær voru fljótar að klárast!...
powered by RelatedPosts