3   45
3   40
1167   353
0   47
0   41
10   58
1   50
0   61
5   68
3   71

Heimatilbúið remúlaði

Gleðilegt sumar kæru lesendur! Þó það sé nú ekki búið að vera neitt sérstaklega sumarlegt úti síðustu daga þá hlýtur bara að fara að styttast í vorið! Það er ekkert betra í heiminum en íslenskt sumar og mér finnst svo góð tilfinning að vita að það sé farið að styttast í það!

Í dag langar mig að gefa ykkur uppskrift af ótrúlega góðu heimtilbúnu remúlaði sem passar vel til dæmis með roast beef eða steiktum fiski. Mér finnst heimatilbúið remúlaði svo margfalt betra en það sem ég kaupi út í búð, mér finnst eiginlega ekki hægt að bera þetta tvennt saman! Mæli mjög með þessari uppskrift :) 

IMG_8484

IMG_8489

IMG_8530

IMG_8539

IMG_8540

IMG_8542

Heimatilbúið remúlaði
Print
Ingredients
 1. 1/2 sýrður rjómi - 10%
 2. 130 gr majónes
 3. 2 tsk túrmenik
 4. 1 tsk karrý
 5. 1 tsk kapers (saxað)
 6. 1 tsk dijon sinneo
 7. 1 matskeið hunangssinnep
 8. Súrar gúrkur eftir smekk (saxaðar smátt)
 9. Salt og pipar
Instructions
 1. Öllum hráefnum er hrært vel saman.
 2. Smakkið til með salti og pipar.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Share:

4 Comments

 1. Sigrun
  11/02/2019 / 12:40

  Hvar er remúlaði uppskriftin?

  • rannveig
   rannveig
   Höfundur
   11/02/2019 / 13:31

   Sæl Sigrún

   Hún hefur eitthvað víxlast. Núna á að vera komin rétt uppskrift :)

 2. Nafnlaust
  10/03/2019 / 21:11

  Það vantar uppskriftina

  • rannveig
   rannveig
   Höfundur
   12/03/2019 / 11:17

   Hæ hæ! Uppskriftin er einungis til á Íslensku þessa stundina. Gæti verið að þú sért með tungumálið stillt á ensku?😊

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Besta ráðið fyrir nýja skó
Góðan dag! Í dag langar mér að deila með þér mínu besta ráði fyrir nýja skó. Ég hef nú oftar en einu sinni brennt mig á því að kaupa skó sem ...
Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Hvað er hægt að gera á Krít: Ferðablogg
Þið sem eruð að fylgja mér á Instagram tókuð eflaust eftir því að ég varði páskafríinu mínu á Krít á Grikklandi í borginni Chania. Við áttum ...
powered by RelatedPosts