8   77
4   48
1   53
2   45
14   48
7   46
0   48
5   81
1   35
4   43

Grænk kaka – eins og í gamladaga

img_4902Ég held að þessi kaka sé uppáhaldskakan mín fyrr og síðar! Þetta er ein af þessum gamaldags uppskriftum sem allir þekkja og elska ;) Það er fátt betra og meira kósý í svona leiðindaveðri eins og er núna en að skella í eina köku. Þessi kaka er fljótleg og auðveld og það er tilvalið að skella í eina græna og gómsæta í kvöld ;)

img_4913img_4919img_4924img_4941

Græn og gamaldags
Print
Kakan
 1. 125 grömm hveiti
 2. 125 grömm sykur
 3. 125 grömm smjörlíki
 4. 3 egg
 5. 1 og hálf teskeið lyftiduft
 6. 1-2 teskeiðar möndludropar
 7. 1-2 dropar grænn matarlitur
Krem
 1. 3 eggjarauður
 2. 150 grömm súkkulaði
 3. 50 grömm smjör
Kakan
 1. Hrærið saman sykri, smjörlíki og eggjum þar til blandan verður létt.
 2. Hrærið restinni af hráefnum við.
 3. Bakið við 180°C í 20 mínútur eða þar til þið getið stungið prjóni í kökuna og hann kemur hreinn út.
Krem
 1. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
 2. Þegar súkkulaðið er bráðnað og ennþá heitt, hrærið þá smjörinu við á meðan það er að bráðna.
 3. Hrærið eggjarauðunum, einni í einu, við súkkulaðið.
 4. Setjið kremið á kökuna þegar hún er orðin köld.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/

-Heiðrún 

Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Bollur fylltar með vanillubúðing
Ef þið vissuð það ekki nú þegar þá er systir mín algjör snillingur þegar kemur að bakstri. Nú þegar bolludagurinn nálgast er þá ekki tilvalið a...
Siracha Pulled kjúklinga samlokur
Ég elska sterkan mat! Ég vil helst hafa hann það sterkan að hann fær munninn minn til að loga. Það skemmtilegasta til dæmis við að borða sushi fy...
powered by RelatedPosts