4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Gamaldags karamellukaka

Eins gaman og mér finnst að prófa nýjar uppskriftir þá finnst mér þessar gömlu góðu aldrei klikka. Þetta er ein af þessum gamaldags uppskriftum sem er alltaf jafn góð og ég fæ aldrei leið á. Ég man að mamma bakaði alltaf þessa köku í barnaafmælunum mínum hérna í gamla daga ;) Mæli klárlega með þessari! 

img_1131

Gamaldags karamellukaka
Print
Karamellukaka
 1. 125 grömm hveiti
 2. 125 grömm sykur
 3. 125 grömm smjörlíki - lint
 4. 3 egg
 5. 1 og hálf teskeið lyftiduft
Karamellukökukrem
 1. 2 dl rjómi
 2. 175 grömm sykur
 3. 1 matskeið síróp
 4. 35 grömm smjör
Karamellukaka
 1. Hrærið saman sykri, smjörlíki og eggjum þar til blandan verður létt.
 2. Hrærið restinni af hráefnum við.
 3. Bakið við 180°C í 20 mínútur eða þar til þið getið stungið prjóni í kökuna og hann kemur hreinn út.
Karamellukökukrem
 1. Setjið fyrst rjómann, sykurinn og sírópið saman í pott og látið malla í 15-20 mín. Passið að blandan brenni ekki við, hrærið vel í á meðan hún mallar.
 2. Bætið smjörinu við blönduna í lokinn. Hrærið vel.
 3. Látið kremið kólna áður en því er smurt á kökuna.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/

-Heiðrún 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smörrebröd í Kaupmannahöfn
Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd... eða það myndi allavega daninn se...
Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
powered by RelatedPosts