1   44
2   45
14   46
7   44
0   48
5   80
0   33
0   43
3   47
4   65

Gamaldags karamellukaka

Eins gaman og mér finnst að prófa nýjar uppskriftir þá finnst mér þessar gömlu góðu aldrei klikka. Þetta er ein af þessum gamaldags uppskriftum sem er alltaf jafn góð og ég fæ aldrei leið á. Ég man að mamma bakaði alltaf þessa köku í barnaafmælunum mínum hérna í gamla daga ;) Mæli klárlega með þessari! 

img_1131

Gamaldags karamellukaka
Print
Karamellukaka
 1. 125 grömm hveiti
 2. 125 grömm sykur
 3. 125 grömm smjörlíki - lint
 4. 3 egg
 5. 1 og hálf teskeið lyftiduft
Karamellukökukrem
 1. 2 dl rjómi
 2. 175 grömm sykur
 3. 1 matskeið síróp
 4. 35 grömm smjör
Karamellukaka
 1. Hrærið saman sykri, smjörlíki og eggjum þar til blandan verður létt.
 2. Hrærið restinni af hráefnum við.
 3. Bakið við 180°C í 20 mínútur eða þar til þið getið stungið prjóni í kökuna og hann kemur hreinn út.
Karamellukökukrem
 1. Setjið fyrst rjómann, sykurinn og sírópið saman í pott og látið malla í 15-20 mín. Passið að blandan brenni ekki við, hrærið vel í á meðan hún mallar.
 2. Bætið smjörinu við blönduna í lokinn. Hrærið vel.
 3. Látið kremið kólna áður en því er smurt á kökuna.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/

-Heiðrún 

Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Bollur fylltar með vanillubúðing
Ef þið vissuð það ekki nú þegar þá er systir mín algjör snillingur þegar kemur að bakstri. Nú þegar bolludagurinn nálgast er þá ekki tilvalið a...
Siracha Pulled kjúklinga samlokur
Ég elska sterkan mat! Ég vil helst hafa hann það sterkan að hann fær munninn minn til að loga. Það skemmtilegasta til dæmis við að borða sushi fy...
Royal Copenhagen Outlet
Nú grunar mig að margir Royal Copenhagen aðdáendur hoppi hæð sína þegar þeir lesa titilinn á þessari grein. Einn kostur við að búa í Kaupmannahöf...
powered by RelatedPosts