Fullkominn saumaklúbbsréttur

Saumaklúbbsrétturinn liggur á bökunarpappír nýkomin úr ofninum

Þessi réttur er æðislegur í saumaklúbbinn, auðveldur og mjög góður! Ég hef reyndar líka eldað hann í kvöldmat nokkrum sinnum, það er ekkert verra ;) Þetta er svona uppskrift sem er hægt að leika sér með, ekkert mál að bæta við til dæmis grænmeti eða öðrum gerðum af osti.

Annars bara gleðilega páska frá mér og ég vona að þið njótið næstu daga :)

Snittubrauðið sem fer í saumaklúbbsréttinn er rifið niður í hvíta skálSkinka, ostur og snittubrauð sem fer í saumaklúbbsréttinn er saman í skálBúið er að blanda innihaldsefnunum í saumaklúbbsréttinn saman í skálBúið er að setja innihaldið í saumaklúbbsréttinn í eldfastmótSaumaklúbbsréttur kominn úr ofninumSaumaklúbbsréttur kominn úr ofninum og búið að fjarlægja bökunarpappírinnHnífur að skera í saumaklúbbsréttinn sem liggur á bökunarpappírSneið af saumakúbbsréttinum liggur á hníf og er lift upp frá disknum

Fullkominn saumaklúbbsréttur
Print
Ingredients
 1. 1 snittubrauð
 2. 250 gr skinka (stórt bréf)
 3. ½ Gullostur
 4. 1 poki rifinn mozzarella
 5. 6 egg
 6. 1 og ¼ bolli mjólk
 7. Salt og pipar eftir smekk
1
 1. Snittubrauðið er rifið í litla bita og sett í djúpa skál
 2. Gullostur og skinka eru skorin í bita og sett í skálina
 3. Mozzarella osturinn fer líka í skálina
 4. Pískið egg og mjólk saman
 5. Saltið og piprið eftir smekk
 6. Setjið egg og mjókurblönduna í skálina og hrærið í með sleif
2
 1. Blandan er látin standa í skálinni inni í ísskáp í að minnsta kosti 30 mínútur. Ekkert mál að geyma hana inni í ísskáp yfir nótt.
3
 1. Ofninn er hitaður í 180°C
 2. Blandan er sett í form, mæli með því að setja smjörpappír í formið.
 3. Álpappír er lagður yfir formið áður en það fer inn í ofn.
 4. Bakað með álpappír í 25 mínútur, að þeim loknum skuluð þið fjarlægja álpappírinn og elda í aðrar 10-15 mínútur eða þar til bakan verður gullinbrún.
Notes
 1. Gott að bera fram með graslauk
 2. Þið getið í raun bætt hverju sem er í bökuna, hvort sem það er grænmeti eða aðrar gerðir af ostum. Líka hægt að skipta skinkunni út fyrir beikon.
 3. Eg bar bökuna fram með sultu og pizzusósu fyrir þá sem það vildu.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/

Þar til næst þá getið þið skoðað fleiri uppskriftir hér. Þar getið þið til dæmis séð fleiri uppskriftir sem eru tilvaldar sem saumaklúbbsréttur.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.