Frosið jógúrt: Uppskrift

HEIMAGERT

Þetta er örugglega einfaldasta holla góðgæti sem hægt er að gera. Kannski ekkert skemmtilegt að þrífa blandarann eftir á en gúrmið gerir það vel þess virði ;)

1-42

Það besta við heimagert frosið jógúrt (fyrir utan hvað það er gott) er hversu laust það er við mikla óhollustu. Jógúrtið er því mjög barnvænt góðgæti svo það má alveg gefa börnum svona ís ef við fáum einhverja sólríka og heita sumardaga næstu mánuði. Ég notaði ber í mitt frosna jógúrt en það er að sjálfsögðu hægt að nota hvaða ávexti sem er eins og til dæmis banana eða ananas.

Það sem þið þurfið til að búa til ís fyrir einn er:

1 bolli af frosnum blönduðum berjum. Berin verða að vera alveg gagnfreðin svo þið fáið ís en ekki boost þegar þið blandið öllu saman

1/2 bolli eða 2 stórar matskeiðar af grískri jógúrt

3 teskeiðar af fljótandi hungangi. Hér má smakka til og bæta við eða minnka eftir smekk

1/2 til 1 teskeið af sítrónusafa. Hér má einnig smakka til og bæta við eða minnka eftir smekk

Þetta er síðan allt sett í blandara og maukað þar til þið fáið mjúka og slétta áferð á blönduna. Það er að sjálfsögðu hægt að stækka uppskriftina og setja jafnvel í gamalt ísbox og geyma inni í frysti eins og hvern annan ís nema þessi yrði þá í hollari kantinum :)

1-21

Ég stalst meira að segja til að búa mér svona til og borðaði í morgunmat í síðustu viku. Ís í morgunmat… ekki slæmt það! Nú getum við bara beðið og vonað eftir heitum sumardögum svo við getum gætt okkur á frosnu jógúrti í sólinni, væri það ekki draumur!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts