Daim-Brownie

IMG_4045

Það er alltof langt síðan ég skellti inn uppskrift á bloggið, það er bara búið að vera svo ótrúlega mikið að gera hjá mér síðustu daga að ég hef ekki fundið tíma í það að elda eða baka. Í gærkvöldi skellti ég mér þó í bakstursgírinn og skellti í eina geggjðaða Daim-Brownie. Ég elska Daim, ef það er Daim í því sem ég borða þá veit ég að mér finnst það gott. Þessi kaka er engin undantekning! Æðisleg kaka með kaffinu og ég mæli auðvitað með því að bera hana fram með nóg af rjóma ;)

IMG_3989IMG_3990IMG_3994IMG_3995IMG_4003IMG_4007IMG_4008IMG_4009IMG_4010IMG_4030IMG_4046IMG_4048

Daim-Brownie
Print
Brownie
 1. 100 gr daim – mulið
 2. 120 gr íslenskt smjör
 3. 100 gr suðusúkkulaði (1 plata)
 4. 2 egg
 5. 150 gr sykur
 6. 60 gr hveiti
 7. 30 gr kakó
Daim-krem
 1. 50 gr hvítur sykur
 2. 50 gr púðursykur
 3. 1 matskeið vatn
 4. 40 gr íslenskt smjör
 5. 2 matskeiðar rjómi
 6. 100 gr Daim
Brownie
 1. Myljið Daim-ið í matvinnsluvél. Mér finnst betra að mylja það ekki alveg í duft heldur hafa það grófara.
 2. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman við vægan hita.
 3. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan verður hvít og létt.
 4. Bætið súkkulaði-og smjörblöndunni varlega saman við eggin og sykurinn.
 5. Sigtið hveiti og kakó saman við og hrærið.
 6. Í lokinn bætið þið mulda Daim-inu við blönduna.
 7. Mér finnst alltaf best að setja smjörpappír í formið sem ég nota, brownies eru oftast klístraðar og erfitt að ná þeim úr forminu ef smjörpappír er ekki notaður.
 8. Bakið við 180°C í 30-35 mín. Ég baka mína þetta lengi vegna þess að ég vil ekki hafa hana of blauta, mér finnst hún verða alveg fullkomin þegar ég baka hana í þennan tíma.
Daim-krem
 1. Púðursykur, hvítur sykur og vatn er sett saman í pott. Brætt saman í nokkrar mínútur, muna bara að hræra í á meðan svo blandan brenni ekki við.
 2. Þegar blandan hefur fengið að malla í smá tíma bætið þá smjörinu út í og hrærið það vel við. Leyfið að malla í 1-2 mín.
 3. Bætið 1 matskeið af rjómanum út í, hrærið vel í.
 4. Hellið Daim-inu í heita blönduna. Hún mun þykkna vel. Hærið aðeins í og bætið svo fljótlega við annarri matskeið af rjóma, þá ætti blandan að verða þynnri og auðveldara að eiga við hana.
 5. Skellið kreminu á kökuna meðan það er ennþá volgt.
Notes
 1. Mér finnst mjög gott að strá smá sjávarsalti yfir kökuna áður en ég ber hana fram.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/

-Heiðrún

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Omnom súkkulaðiskólinn
Ég kom karlinum á óvart í desember síðastliðnum og tók hann með mér í súkkulaðiskólann hjá Omnom. Þar lærðum við allt um framleiðsl...
Heimsins bestu súkkulaðibitakökur
Ég held að flestir sem hafa gaman af því að baka eigi sér uppáhaldsuppskrift af súkkulaðibitakökum. Þessi uppskrift er mín uppáhalds, ég elsk...
- Jólalakkrísinn frá Hafliða -
Ég skrapp á jólakvöld Garðheima þegar það var haldið í byrjun nóvember og kom heim með eina dollu af jólalakkrísnum frá Hafliða. Í fyrra keyp...
powered by RelatedPosts