Buffalo kjúklingur

IMG_3115Ég elska sterkan mat, því sterkari, því betri! Buffalo kjúklingur er klárlega einn af mínum uppáhalds réttum. Ég hef stundum pantað mér þannig á veitingastöðum en ákvað fyrir nokkru að prófa að búa hann til heima. Það kom mér á óvart hversu ótrúlega góður kjúklingurinn var og hversu auðvelt það var að elda hann. Mér fannst þessi kjúklingur eiginlega betri en þeir sem ég hef fengið á veitingastöðum. Mæli svo sannarlega með þessum. Uppskrift að gráðostasósu er einnig hér að neðan en mér finnst hún ómissandi með buffalo kjúkling!

IMG_3041IMG_3044IMG_3045IMG_3047IMG_3048IMG_3050IMG_3075IMG_3086IMG_3089IMG_3097IMG_2921IMG_3103IMG_3104

IMG_3113

Buffalo kjúklingur
Serves 3
Print
Prep Time
20 min
Cook Time
20 min
Total Time
40 min
Prep Time
20 min
Cook Time
20 min
Total Time
40 min
Buffalo kjúklingur
 1. Kjúklingalundir – ca 600-700 gr
 2. 5 bollar kornflex
 3. ½ tsk salt
 4. ½ tsk pipar
 5. ½ tsk hvítlauksduft (garlic powder)
 6. ½ tsk paprikukrydd
 7. 125 gr hveiti
 8. 2 stór egg
 9. 60 ml mjólk
 10. 1 og ½ bolli sterk (buffalo) sósa (mér finnst þessi sem er á myndinni hér fyrir ofan best, hún fæst í Hagkaup)
Gráðostasósa
 1. 100 gr majónes
 2. 120 gr sýrður rjómi (ég nota 18%)
 3. 2 tsk mjólk
 4. 1 tsk worchester sósa
 5. 75 gr rifinn gráðostur (ætti að vera til í öllum matarbúðum)
Buffalo kjúklingur
 1. Ofninn er hitaður í 200 gráður.
 2. Setjið smjörpappír á ofnplötu.
 3. Kornflexið er sett í matvinnsluvél. Myljið en passið að mylja ekki of mikið, kornflexið á ekki að vera alveg brotið í litlar mylsnur.
 4. Salt, pipar, hvítlauksduft og paprikukrydd er hrært við kornflexið.
 5. Setjið hveitið í skál.
 6. Pískið saman egg og mjólk í annarri skál.
 7. Byrjið á því að velta kjúklingnum upp úr hveitinu. Næst fer hann í eggjablönduna. Að lokum er kjúklingnum velt upp úr kornflexinu.
 8. Setjið kjúklinginn á ofnplötuna og inn í ofn.
 9. Kjúklingurinn er í ofninum í 10 mínútur. Að þeim loknum skuluð þið snúa öllum bitunum við og elda í aðrar 10 mínútur. Að þessum 20 mínútum loknum ætti kjúklingurinn að vera tilbúinn en skerið samt í þykkasta bitann til að vera alveg viss.
 10. Leyfið kjúklingnum að standa í 5 mínútur.
 11. Setjið buffalosósuna í stóra skál og kjúklingabitana ofan í. Hrærið mjög varlega til að þekja bitana í sósu. Ég byrja vanalega á því að setja fyrst einn bolla í skálina, síðan þegar ég er búin að hræra eins varlega og ég get bæti ég meira við svo að sósan fari pottþétt á alla kjúklingabitana.
Gráðostasósa
 1. Öllum hráefnunum er hrært saman í skál.
Notes
 1. Gott að bera fram með sellerí
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.