3   45
3   40
1167   353
0   47
0   41
10   58
1   50
0   61
5   68
3   71

Brauðbúðingur með vanillusósu

IMG_4352

Vonandi eruð þið búin að eiga góða helgi, mín er búin að vera æði! Reykjavíkurmaraþon, góður félagsskapur og mikið kósý hefur einkennt helgina mína ;) Áður en ég gef ykkur næstu uppskrift vil ég minna ykkur á það að gjafaleikurinn hér fyrir neðan er í fullum gangi, ég dreg út heppinn sigurvegara á þriðjudaginn ;)

Uppskriftin hér að neðan er ein af mínum uppáhalds. Ég skal samt alveg viðurkenna að fyrst leist mér ekkert rosalega vel á þetta en þegar ég smakkaði þá sá ég hverju ég var búin að vera að missa af! Síðan ég smakkaði þetta fyrst fyrir nokkrum árum hefur þetta klárlega orðið einn af mínum uppáhaldsréttum! Ekki skemmir fyrir hversu auðvelt er að skella í réttinn, það tekur enga stund og er mjög lítið vesen. Ég mæli svo sannarlega með brauðbúðing. Sósan sem er með er nauðsynleg að mínu mati og þess vegna mæli ég líka með því að gera hana með, uppskriftin af henni er líka hér fyrir neðan. Þessi sósa er líka svo góð að ég gæti borðað hana eintóma!

IMG_4295IMG_4297IMG_4301IMG_4306IMG_4310IMG_4314IMG_4319IMG_4321IMG_4336IMG_4338IMG_4342IMG_4351IMG_4356

Brauðbúðingur með vanillusósu
Print
Brauðbúðingur
 1. 2 egg
 2. 475 ml Nýmjólk
 3. 200 gr sykur
 4. 15 gr smjör
 5. 2 gr kanill
 6. 10 sneiðar af franskbrauði
Vanillusósa
 1. 135 gr sykur
 2. 15 gr hveiti
 3. 235 ml vatn
 4. 100 gr smjör
 5. Fræ úr 1x vanillustöng
Brauðbúðingur
 1. Skerið brauðsneiðarnar í litla teninga (ca. 1.5 cm x 1,5 cm). Sumum finnst betra að skera skorpuna af brauðinu en ég geri það reyndar aldrei, mér finnst það ekki breyta það miklu.
 2. Bræðið smjörið.
 3. Pískið saman eggjum og mjólk.
 4. Hrærið sykri, smjörinu og kanil saman við eggin og mjólkina.
 5. Bætið við brauðteningunum og hrærið þeim vel við blönduna.
 6. Smyrjið eldfast mót og setjið brauðið í. Bakið við 180°C í 50-60 mínútur eða þar til þið getð stungið í búðinginn með hníf og hann kemur hreinn út.
Vanillusósa
 1. Hitið sykur, hveiti og vatn í potti þar til blandan verður mjúk og slétt.
 2. Bætið smjöri við blönduna.
 3. Látið malla á miðlungshita þar til blandan fer að sjóða. Hrærið í blöndunni í 2 mínútur.
 4. Takið sósuna af hitanum og bætið þá við vanillukornunum. Hrærið þau vel við.
 5. Sósan er góð bæði heit og köld og því hægt að bera hana fram með búðingum á báða vegu.
Notes
 1. Líka gott að bæta rúsínum í brauðbúðinginn :)
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/

-Heiðrún

Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Besta ráðið fyrir nýja skó
Góðan dag! Í dag langar mér að deila með þér mínu besta ráði fyrir nýja skó. Ég hef nú oftar en einu sinni brennt mig á því að kaupa skó sem ...
Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Hvað er hægt að gera á Krít: Ferðablogg
Þið sem eruð að fylgja mér á Instagram tókuð eflaust eftir því að ég varði páskafríinu mínu á Krít á Grikklandi í borginni Chania. Við áttum ...
powered by RelatedPosts