Bollakökur með hindberjakremi

Þessar bollakökur eru með þeim betri sem ég hef smakkað. Uppskriftin af kökunni hefur verið í fjölskyldunni minni í mörg ár og ég nota hana alltaf, hvort sem ég er að baka bollakökur eða bara venjulega súkkulaðiköku.

IMG_1509-2  

IMG_1474

Bollakökur með hindberjakremi
Print
Bollakökur
 1. 1 og 2/3 bolli hveiti
 2. 1 ½ bolli sykur
 3. 1 tsk matarsódi
 4. 1 tsk salt
 5. ½ bolli kakó
 6. 1 bolli mjólk
 7. 125 gr smjörlíki - lint
 8. 1 tsk vanilludropar
 9. 3 egg
Hindberjakrem
 1. 150 gr smjör við stofuhita
 2. 100 gr smjörlíki við stofuhita
 3. 1 egg
 4. 500 gr flórsykur (1 pakki)
 5. 150 gr hvítt súkkulaði
 6. 200 gr frosin hindber
Bollakökur
 1. Hrærið saman sykri, smjörlíki, vanilludropum og eggjum.
 2. Sigtið hveiti, matarsóda, salt og kakó saman og blandið við.
 3. Hellið mjólkinni út í og hrærið allt saman.
 4. Kökurnar eru bakaðar við 180 gráður í 20-25 mín.
Hindberjakrem
 1. Hrærið saman smjöri, smjörlíki, eggi og flórsykri í um það bil 7-10 mínútur. Því lengur sem blandan er hrærð, því léttari og betri verður hún.
 2. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið saman við kremið með sleif. Súkkulaðið þarf að vera orðið kalt.
 3. Setjið frosin hindber í pott og hitið. Á meðan berin eru að hitna skaltu mauka þau eins og þú getur með skeið. Að því loknu skaltu sigta hindberjasafann frá berjamaukinu og leyfa því að kólna.
 4. Blandið hindberjasafanum við kremið með sleif. Passið ykkur þó að setja ekki allan safann í kremið á sama tíma heldur setja 1-2 matskeiðar í einu og hræra og smakka ykkur til. Það verður að passa að kremið verði ekki of þunnt en ef það gerist er hægt að skella því í ískápinn í klukkustund.
Notes
 1. Uppskriftin nægir í 15-20 bollakökur, fer eftir stærð forma.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Besta ráðið fyrir nýja skó
Góðan dag! Í dag langar mér að deila með þér mínu besta ráði fyrir nýja skó. Ég hef nú oftar en einu sinni brennt mig á því að kaupa skó sem ...
Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Hvað er hægt að gera á Krít: Ferðablogg
Þið sem eruð að fylgja mér á Instagram tókuð eflaust eftir því að ég varði páskafríinu mínu á Krít á Grikklandi í borginni Chania. Við áttum ...
powered by RelatedPosts