4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Blue Lagoon kokteill

1-2-of-5

Mig langaði að deila með ykkur uppskrift að virkilega góðum og einföldum kokteil… svona fyrst það er kominn föstudagur ;)

Kokteillinn heitir Blue Lagoon og er ástæðan fyrir nafninu nokkuð augljós þar sem kokteillinn er fagurblár. Það er virkilega auðvelt að búa þennan til og er það líklegast ástæðan fyrir því að ég gríp oftast í hann þegar ég þarf að búa til kokteil á annað borð og þar af leiðandi er hann orðinn einn af mínum uppáhalds.

Ég nota aldrei sérstakar mælieiningar þegar ég bý til kokteilinn heldur smakka ég hann oftast bara til. Það sem þarf til að búa til Blue Lagoon er:

Vodki eftir smekk

Blue curacao líkjör

Límonaði (sjá uppskrift hér fyrir neðan)

Klaki

1-4-of-52

Það er að sjálfsögðu hægt að kaupa límonaði út í búð en ég bý alltaf til mitt eigið þar sem það er svo lítið mál. Uppskriftin býr til sirka tvo lítra af límonaði. Svona farið þið að:

Setjið í pott 350 gr af sykri og 1 bolla af vatni og sjóðið niður þar til blandan er orðin að sírópi

Kælið blönduna

Setjið sirka 350 ml af sítrónusafa í flösku og hellið síðan sírópinu út í

Bæti við vatni, lokið flöskunni og hristið

Bætið við vatni þar til límonaðið er nógu dauft eða sterkt fyrir ykkar smekk

1-3-of-51

Öll hráefnin eru síðan hrist saman til að búa til þennan frískandi kokteil. Þið sjáið eflaust á myndunum að ég gleymdi að setja klaka áður en ég smellti af en klakinn gerir kokteilinn svo miklu meira frískandi svo endilega ekki gleyma því eins og ég. Það er líka sjálfsagt mál að sleppa vodkanum, ég geri það meira að segja oftast því mér finnst kokteillinn betri á bragðið án hans.

Vonandi eigið þið góða helgi og skellið í einn kokteil, á maður það ekki skilið eftir langa viku hvort eð er? :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts