4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Bláberjasíróp

img_4491

Fyrr í mánuðinum skellti ég mér í berjamó og kom heim með fullt box af girnilegum bláberjum sem fóru í frystinn hjá mér! Ég var búin að ákveða að búa til bláberjasíróp sem ég skellti svo í um helgina. Sírópið er rosalega gott og það er hægt að nota það á marga vegu. Mér finnst gott að blanda það út í ískalt vatn, setja það út á skyrið og hafragrautinn eða nota sem íssósu. Svo held ég að það gæti verið mjög gott að bæta því í kokteila, til dæmis búa til bláberja-mojito :)

img_4479img_4481img_4488img_4498img_4510

Bláberjasíróp
Print
Ingredients
  1. 1 bolli bláber (ca 170 gr)
  2. 1 bolli sykur (180 gr)
  3. 1 bolli vatn (190 gr)
Instructions
  1. Setjið öll hráefnin saman í pott.
  2. Hitið þar til blandan fer að sjóða og leyfið henni að sjóða í 2-3 mínútur. Á meðan blandan er að hitna nota ég skeið til að kreista bláberin í pottinum eins og ég get.
  3. Lækkið hitann og leyfið blöndunni að malla í 3-5 mínútur í viðbót.
  4. Sigtið blönduna, þrýstið á berin í sigtinu til að ná sem mestum safa úr þeim.
  5. Setjið sírópið í krukku eða flösku og leyfið því að kólna alveg áður en þið setjið það inn í ísskáp.
  6. Sírópið geymist í ísskáp allt að 4 vikur.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smörrebröd í Kaupmannahöfn
Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd... eða það myndi allavega daninn se...
Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
powered by RelatedPosts