Bláberjasíróp

img_4491

Fyrr í mánuðinum skellti ég mér í berjamó og kom heim með fullt box af girnilegum bláberjum sem fóru í frystinn hjá mér! Ég var búin að ákveða að búa til bláberjasíróp sem ég skellti svo í um helgina. Sírópið er rosalega gott og það er hægt að nota það á marga vegu. Mér finnst gott að blanda það út í ískalt vatn, setja það út á skyrið og hafragrautinn eða nota sem íssósu. Svo held ég að það gæti verið mjög gott að bæta því í kokteila, til dæmis búa til bláberja-mojito :)

img_4479img_4481img_4488img_4498img_4510

Bláberjasíróp
Print
Ingredients
  1. 1 bolli bláber (ca 170 gr)
  2. 1 bolli sykur (180 gr)
  3. 1 bolli vatn (190 gr)
Instructions
  1. Setjið öll hráefnin saman í pott.
  2. Hitið þar til blandan fer að sjóða og leyfið henni að sjóða í 2-3 mínútur. Á meðan blandan er að hitna nota ég skeið til að kreista bláberin í pottinum eins og ég get.
  3. Lækkið hitann og leyfið blöndunni að malla í 3-5 mínútur í viðbót.
  4. Sigtið blönduna, þrýstið á berin í sigtinu til að ná sem mestum safa úr þeim.
  5. Setjið sírópið í krukku eða flösku og leyfið því að kólna alveg áður en þið setjið það inn í ísskáp.
  6. Sírópið geymist í ísskáp allt að 4 vikur.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Besta ráðið fyrir nýja skó
Góðan dag! Í dag langar mér að deila með þér mínu besta ráði fyrir nýja skó. Ég hef nú oftar en einu sinni brennt mig á því að kaupa skó sem ...
Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Hvað er hægt að gera á Krít: Ferðablogg
Þið sem eruð að fylgja mér á Instagram tókuð eflaust eftir því að ég varði páskafríinu mínu á Krít á Grikklandi í borginni Chania. Við áttum ...
powered by RelatedPosts