Bestu súkkulaðibitakökur í heimi – með hvítu súkkulaði

IMG_3445 - Copy

Súkkulaðibitakökur eru í uppáhaldi hjá mér og hafa verið það síðan ég man eftir mér. Ég hef prófað mjög margar uppskriftir í þeim tilgangi að finna hinu fullkomnu uppskrift og þessar súkkulaðibitakökur finnst mér eiginlega komast næst því að vera fullkomnar, mjúkar og hrikalega góðar! Ég nota alltaf hvítt súkkulaði frá Hersheys, það er reyndar aðeins dýrara en annað hvítt súkkulaði, mig minnir að pokinn kosti rétt tæplega 800 krónur en mér finnst það alveg þess virði! Súkkulaðið kaupi ég í Hagkaup :) Mæli alveg klárlega með þessum, er nokkuð viss um að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum :) 
IMG_3406IMG_3413IMG_3416 - CopyIMG_3427IMG_3429IMG_3437 - CopyIMG_3454 - Copy

Bestu súkkulaðibitakökur í heimi – með hvítu súkkulaði
Yields 35
Print
Prep Time
10 min
Cook Time
12 min
Prep Time
10 min
Cook Time
12 min
Ingredients
 1. 220 gr smjör – lint
 2. 160 gr sykur
 3. 100 gr púðursykur
 4. 1 tsk vanilludropar
 5. 300 gr hveiti
 6. 1 tsk matarsódi
 7. ¼ tsk salt
 8. 50 gr kakó – mér finnst Síríus Konsum kakóið langbest
 9. 2 stór egg
 10. 50 ml mjólk
 11. 300-350 gr hvítt súkkulaði – dropar eða saxað
Instructions
 1. Hrærið saman smjöri, sykri, púðursykri og vanilludropum í skál þar til blandan verður létt og mjúk
 2. Bætið við hveiti, kakó, matarsóda og salti og hrærið vel.
 3. Á meðan hrært er í blöndunni skuluð þið bæta við einu eggi í einu. Bætið líka mjólkinni við á meðan þið hrærið.
 4. Bætið hvítu súkkulaði við í lokinn.
 5. Blandan á að vera þykk, ekki hafa áhyggjur af því að hún sé of þykk :)
 6. Mótið kúlur, aðeins minni en golfbolta, og raðið á smjörpappír á ofnplötu. Passið að hafa nóg bil á milli.
 7. Bakið við 180°C í 12-14 mínútur.
Notes
 1. Geymast vel í frysti.
Adapted from Nestle
Adapted from Nestle
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/

IMG_3456-Heiðrún 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smörrebröd í Kaupmannahöfn
Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd... eða það myndi allavega daninn se...
Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
powered by RelatedPosts